Heim » Fróðleikur » Mjólkurskólinn
Mjólkurskólinn

Hér á eftir fer nemendatal Mjólkurskólans á Hvanneyri og Hvítárvöllum. Heimildir um nemendur skólans eru mjög sundurlausar. Nöfn nemenda voru jafnan birt í Búnaðarriti með skýrslum um skólann, en svo virðist sem nokkur nöfn vanti þar. Ónákvæmni getur líka gætt í bæja- og sýslunöfnum. Í aftasta dálki töflunnar er námstíminn sem viðkomandi nemandi dvaldi í skólanum. Lára Ágústa Ólafsdóttir gerði fyrstu útgáfu skrárinnar og birti í BA-ritgerð sinni um Mjólkurskólann og rjómabústýrur 1988. Hér hefur skráin verið endurskoðuð og aukin nokkuð á grundvelli heimilda sem síðar hafa komið í ljós.

Sjá nánar bókina Konur breyttu búháttum – Saga Mjólkurskólans á Hvanneyri og Hvítárvöllum

Nemendatal Mjólkurskólans er birt hér bæði til fróðleiks en ekki síður til þess að leita eftir réttari og ítarlegri upplýsingum um nemendur Mjólkurskólans. Hafir þú slíkar upplýsingar bið ég þig vinsamlegast að hafa samband við mig, Bjarna Guðmundsson á Hvanneyri, s. 894 6368 eða bjarnig@lbhi.is

Þannig verður reynt að betrumbæta nemendatalið!