
Leiðbeiningar fyrir gesti safnsins
- Bakpokar eru ekki leyfðir á safninu.
- Það er leyfilegt að taka ljósmyndir – án flass.
- Ekki er leyfilegt að fara í vélar eða bíla.
- Vinsamlegast snertið ekki safngripina.
- Börn eru á ábyrgð foreldra/forráðamanna.
- Hjólastólaaðgengi er á jarðhæð safnsins og í kjallara þess.
Opnunartími
1. október – 14. maí er safnið opið kl. 13–17, á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum. Á sama tíma og Ullarselið, sem er í anddyri safnsins, er opið.
Opið er á sumrin alla daga frá kl. 11–17. Á öðrum tímum er safnið opið eftir samkomulagi.
Hægt er að bóka hópa (10+) utan auglýsts opnunartíma.
Vinsamlega bókið hópa í safnið með a.m.k. dags fyrirvara.
Nánari upplýsingar: ragnhildur@landbunadarsafn.is eða í síma 437 0070
Aðgangseyrir
Fullorðnir (16+) 1600 kr. (og í hópum sem sérstök leiðsögn er veitt).
Börn (0–15 ára) Frítt (í fylgd fullorðinna).
Námsmenn 1200 kr.
Eldri borgarar 1200 kr.
Öryrkjar 1200 kr.
Bóka leiðsögn
Í boði er að bóka leiðsögn fyrir hópa á Landbúnaðarsafnið. Einnig er í boði að bæta við stuttri kynningu á Hvanneyrarstað og starfinu þar m.a. með heimsókn í Hvanneyrarkirkju og örstuttri gönguferð um Gamla skólastaðinn (ef veður leyfir).
Æskilegt er að panta slíka kynningu með góðum fyrirvara. Jafnframt er vakin athygli á að Ullarselið er opið á sama tíma og leiðsögn fer fram en það er ein af fremstu handverksbúðum landsins. Bóka þarf hópa með a.m.k. dags fyrirvara.
Nánari upplýsingar ragnhildur@landbunadarsafn.is eða í síma 437 0070