Heim » Miðlun » Fréttir

Fréttir og viðburðir

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

📢Hvers konar sögur eru veiðisögur og af hverju eru þær svona stór hluti af laxveiðum?

Á föstudaginn kl. 18.00 munu þessir heiðursmenn stíga á svið og varpa frekari ljósi á þessa sagnahefð. Veiðisögukvöldið verður í hlöðu Halldórsfjóss (húsnæði Landbúnaðarsafnsins), salurinn er kaldur svo fólk þarf að vera vel klædd. Húsið opnar kl. 17:30, aðgangseyrir er 1000 kr. (posi á staðnum) og boðið verður upp á léttar veitingar.

Hlökkum til að sjá ykkur á föstudaginn!🥳
Frekari upplýsingar má finna á eftirfarandi slóð: fb.me/e/4QwSdTunr

Axel Freyr Eiríksson Sveinbjörn Eyjólfsson Johann Sigurðarson
... Sjá meiraSjá minna

📢Hvers konar sögur eru veiðisögur og af hverju eru þær svona stór hluti af laxveiðum?Á föstudaginn kl. 18.00 munu þessir heiðursmenn stíga á svið og varpa frekari ljósi á þessa sagnahefð. Veiðisögukvöldið verður í hlöðu Halldórsfjóss (húsnæði Landbúnaðarsafnsins), salurinn er kaldur svo fólk þarf að vera vel klædd. Húsið opnar kl. 17:30, aðgangseyrir er 1000 kr. (posi á staðnum) og boðið verður upp á léttar veitingar.Hlökkum til að sjá ykkur á föstudaginn!🥳
Frekari upplýsingar má finna á eftirfarandi slóð: https://fb.me/e/4QwSdTunrAxel Freyr Eiríksson Sveinbjörn Eyjólfsson Johann SigurðarsonImage attachmentImage attachment

🎃 Hrekkjavaka er hátíðisdagur ættaður frá Keltum þar sem þakkað var fyrir uppskeru sumarins og boðin koma vetrarins. Nú í dag hefur hátíðin breyst talsvert og jafnvel talað um "unglingahátíð" að bandarískum sið hér á landi. Þar sem hryllilegar verur fara á sveim og krakkarnir fara um í "grikk eða gott".
👻Við á safninu höfum ekki farið varhluta af þessum degi og hinu yfirnáttúrulega í dag. Eins og öllum öðrum góðum fjósum sæmir er fjósdraugurinn mættur í Halldórsfjós ásamt öðrum ófrýnilegum verum eins og púkanum á fjósbitanum. Verurnar ætla að staldra við yfir helgina og er opið hjá okkur fimmtudag-laugardag á milli kl. 13-17.
Verið velkomin og látið ykkur ekki bregða við kvikindin!💀
... Sjá meiraSjá minna

🎃 Hrekkjavaka er hátíðisdagur ættaður frá Keltum þar sem þakkað var fyrir uppskeru sumarins og boðin koma vetrarins. Nú í dag hefur hátíðin breyst talsvert og jafnvel talað um unglingahátíð að bandarískum sið hér á landi. Þar sem hryllilegar verur fara á sveim og krakkarnir fara um í grikk eða gott.
👻Við á safninu höfum ekki farið varhluta af þessum degi og hinu yfirnáttúrulega í dag. Eins og öllum öðrum góðum fjósum sæmir er fjósdraugurinn mættur í Halldórsfjós ásamt öðrum ófrýnilegum verum eins og púkanum á fjósbitanum. Verurnar ætla að staldra við yfir helgina og er opið hjá okkur  fimmtudag-laugardag á milli kl. 13-17.
Verið velkomin og látið ykkur ekki bregða við kvikindin!💀Image attachmentImage attachment

Nú er leitað til eldri hluta hópsins sem fylgist með þessari síðu:

Er einhver þarna úti, sem á minningar um eða kannast við sagnir um notkun steingálga (sjá meðf. mynd) við ræktunarstörf hérlendis?

Lumar einhver á ljósmyndum, eða veit um ljósmyndir af vinnu með steingálga við grjótnám, grjóthleðslu eða önnur álíka erfiðisverk?

Um þetta spyr Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri. Svar þiggur hann gjarnan með tölvupósti: bjarnig@lbhi.is . . . líka PM hér á FB

Kveðja og þakkir !
... Sjá meiraSjá minna

Nú er leitað til eldri hluta hópsins sem fylgist með þessari síðu:Er einhver þarna úti, sem á minningar um eða kannast við sagnir um notkun steingálga (sjá meðf. mynd) við ræktunarstörf hérlendis?Lumar einhver á ljósmyndum, eða veit um ljósmyndir af vinnu með steingálga við grjótnám, grjóthleðslu eða önnur álíka erfiðisverk?Um þetta spyr Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri. Svar þiggur hann gjarnan með tölvupósti:  bjarnig@lbhi.is         . . . líka PM hér á FBKveðja og þakkir !
1 mánuður síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

📺Í kvöld verður rætt við Bjarna Guðmundsson um nýjustu bók hans Búverk og breyttir tímar. Bókina er meðal annars hægt að nálgast á safninu en viðtökur hennar hafa verið afar góðar! ... Sjá meiraSjá minna

📺Í kvöld verður rætt við Bjarna Guðmundsson um nýjustu bók hans Búverk og breyttir tímar. Bókina er meðal annars hægt að nálgast á safninu en viðtökur hennar hafa verið afar góðar!Image attachmentImage attachment+4Image attachment
2 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Sýningin okkar er 10 ára í dag 🥳🎂
Þessi dagur markar stórt spor í sögu Landbúnaðarsafnsins þar sem flutningurinn yfir í Halldórsfjós gjörbreytti allri sýningar og varðveisluaðstöðu safnsins. Með fylgja nokkrar myndir frá opnuninni árið 2014.
... Sjá meiraSjá minna

Sýningin okkar er 10 ára í dag 🥳🎂
Þessi dagur markar stórt spor í sögu Landbúnaðarsafnsins þar sem flutningurinn yfir í Halldórsfjós gjörbreytti allri sýningar og varðveisluaðstöðu safnsins. Með fylgja nokkrar myndir frá opnuninni árið 2014.Image attachmentImage attachment+5Image attachment

Skrá aths

Óska ykkur Hvanneyringum til hamingju með afmæli safnsins í Halldórsfjósi.

Til hamingju. Mikil vinna sem þið eruð búin að leggja í safnið.

Til hamimgju með safnið og flutninginn!

Til hamingju með safnið 🌺

2 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Í byrjun árs fékk safnið styrk frá Safnaráði Íslands til að vinna að nokkrum endurbótum á sýningum í Halldórsfjósi. Þetta fól í sér meðal annars að huga að betri varðveislu á safngripum, auðga upplifun safngesta og koma til móts við erlenda gesti með bættri miðlun á erlendum þýðingum á efninu.
Var meðal annars skipt um textaspjöld, settar upp gluggafilmur í formi ljósmynda, QR kóðum komið fyrir ásamt hljóðáhrifum. Er von okkar að upplifun gesta okkar verði fyrir vikið betri sem og að betur sé gætt að varðveislu safnkostsins.
Kunnum við LogoFlex þakkir fyrir góða þjónustu og kúnnum í Deildartungu fyrir að deila með okkur mjaltatíma í sumar.
... Sjá meiraSjá minna

Í byrjun árs fékk safnið styrk frá Safnaráði Íslands til að vinna að nokkrum endurbótum á sýningum í Halldórsfjósi. Þetta fól í sér meðal annars að huga að betri varðveislu á safngripum, auðga upplifun safngesta og koma til móts við erlenda gesti með bættri miðlun á erlendum þýðingum á efninu.
Var meðal annars skipt um textaspjöld, settar upp gluggafilmur í formi ljósmynda, QR kóðum komið fyrir ásamt hljóðáhrifum. Er von okkar að upplifun gesta okkar verði fyrir vikið betri sem og að betur sé gætt að varðveislu safnkostsins.
Kunnum við LogoFlex þakkir fyrir góða þjónustu og kúnnum í Deildartungu fyrir að deila með okkur mjaltatíma í sumar.Image attachmentImage attachment+5Image attachment

Skrá aths

Hvað eigum við að gera.

3 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Í síðustu viku fóru starfsmenn safnsins til Skotlands í heimsókn til nokkurra stofnanna sérstaklega tengdum laxveiði.🏴󠁧󠁢󠁳󠁣󠁴󠁿 Markmið ferðarinnar var að sækja þekkingu og hugmyndir fyrir meðal annars safnfræðslu og komandi vinnu við sýningargerð í vetur fyrir Sögu laxveiða í Borgarfirði. Gestgjafar og kollegar okkar úti í Skotlandi tóku vel á móti okkur og vonandi mun samstarf okkar á milli koma betur í ljós í náinni framtíð.
Ferðir af þessu tagi eru gríðarlega dýrmætar til að mynda og efla tengsl við erlenda kollega en einnig til að læra af því sem vel er gert (nú og því sem mætti betur fara). Þökkum við Safnaráði Íslands fyrir styrkinn til ferðarinnar og öllum þeim sem tóku á móti okkur.

Eftirtaldar stofnanir voru heimsóttar:
The National Museum of Rural Life
Forth Rivers Trust
Scottish Fisheries Museum
Countryside Learning School
River Tweed Salmon Fishing Museum
River Tweed Foundation
... Sjá meiraSjá minna

Í síðustu viku fóru starfsmenn safnsins til Skotlands í heimsókn til nokkurra stofnanna sérstaklega tengdum laxveiði.🏴󠁧󠁢󠁳󠁣󠁴󠁿 Markmið ferðarinnar var að sækja þekkingu og hugmyndir fyrir meðal annars safnfræðslu og komandi vinnu við sýningargerð í vetur fyrir Sögu laxveiða í Borgarfirði. Gestgjafar og kollegar okkar úti í Skotlandi tóku vel á móti okkur og vonandi mun samstarf okkar á milli koma betur í ljós í náinni framtíð.
Ferðir af þessu tagi eru gríðarlega dýrmætar til að mynda og efla tengsl við erlenda kollega en einnig til að læra af því sem vel er gert (nú og því sem mætti betur fara). Þökkum við Safnaráði Íslands fyrir styrkinn til ferðarinnar og öllum þeim sem tóku á móti okkur.Eftirtaldar stofnanir voru heimsóttar:
The National Museum of Rural Life
Forth Rivers Trust
Scottish Fisheries Museum
Countryside Learning School
River Tweed Salmon Fishing Museum
River Tweed FoundationImage attachmentImage attachment+Image attachment

Skrá aths

Jenny Penny

3 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Fergusonfélagið tók þátt í afmælisfagnaði Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi. Félagar fengu nokkrar vélar safnsins lánaðar til að sýningar og í lok dags var þeim síðan öllum komið á sinn stað aftur. Það voru fumlaus en örugg vinnubrögð hjá þeim félögum Steinda, Albert og Jóni þegar Farmall A var komið á básinn sinn á sýningunni. ... Sjá meiraSjá minna

3 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Hjá okkur á Landbúnaðarsafninu fæst bókin Búverk og breyttir tímar eftir Bjarni Guðmundsson. Hægt er að nálgast bækurnar í safninu/Ullarselinu og kostar eintakið 8000kr. 📚
Einnig er gaman að segja frá því að bókin er efst á metsölulista yfir fræðibækur/handbækur hjá Pennanum Eymundsson um þessar mundir!
... Sjá meiraSjá minna

Hjá okkur á Landbúnaðarsafninu fæst bókin Búverk og breyttir tímar eftir Bjarni Guðmundsson. Hægt er að nálgast bækurnar í safninu/Ullarselinu og kostar eintakið 8000kr. 📚
Einnig er gaman að segja frá því að bókin er efst á metsölulista yfir fræðibækur/handbækur hjá Pennanum Eymundsson um þessar mundir!
3 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Mikið gríðarlega var gaman að taka á móti öllu því fólki sem kom á Fergusondaginn um helgina. Okkur telst til að um 1000 manns hafi sótt viðburðinn yfir daginn sem var vel heppnaður og fólk naut félagsskapsins, veðursins og vélanna. Bjarni Guðmundsson kynnti og áritaði bók sína Búverk og breyttir tímar, framleiðendur seldu afurðir sínar á sveitamarkaði í hlöðunni, ungir og eldri fengu að sitja í "Hvanneyrarhraðlestinni", Fergusonfélagar viðruðu vélar og sýndu gestum ásamt því að aðrir áhugamenn og bændur komu með vélar sínar og bíla (já og bát líka!). Takk kærlega fyrir komuna og skemmtunina!🥰
Svona dagur er ekki hristur fram úr erminni heldur eru ansi mörg handtök þarna að baki. Við viljum koma á framfæri gríðarlegu þakklæti til þeirra sem komu að undirbúningi hans og þátttöku. Fergusonfélagið á heiður skilið fyrir aðkomu sína að öllum þremur dögunum sem haldnir voru í sumar og gerður var góður rómur að í öll skipti. Ekki aðeins nostra þeir félagar við vélarnar svo leikur einn er að ræsa safngripina í akstur og sýningu heldur ganga þeir í öll verk sem þarf að ganga í sem gerði þessa viðburði mögulega. Kvenfélagið 19. júní fyrir að koma að þessum dögum með okkur með því að standa vaktina í Skemmunni með sitt glæsilega kaffihlaðborð. Ullarselið fyrir að taka á móti fólki og sýna meðal annars spuna á meðan leikum stóð. Að lokum viljum við þakka öllum þeim aðilum sem lögðu hönd á plóg með aðkomu að undirbúningi og þátttöku í deginum. 🙏🏻
... Sjá meiraSjá minna

Mikið gríðarlega var gaman að taka á móti öllu því fólki sem kom á Fergusondaginn um helgina. Okkur telst til að um 1000 manns hafi sótt viðburðinn yfir daginn sem var vel heppnaður og fólk naut félagsskapsins, veðursins og vélanna. Bjarni Guðmundsson kynnti og áritaði bók sína Búverk og breyttir tímar, framleiðendur seldu afurðir sínar á sveitamarkaði í hlöðunni, ungir og eldri fengu að sitja í Hvanneyrarhraðlestinni, Fergusonfélagar viðruðu vélar og sýndu gestum ásamt því að aðrir áhugamenn og bændur komu með vélar sínar og bíla (já og bát líka!). Takk kærlega fyrir komuna og skemmtunina!🥰
Svona dagur er ekki hristur fram úr erminni heldur eru ansi mörg handtök þarna að baki. Við viljum koma á framfæri gríðarlegu þakklæti til þeirra sem komu að undirbúningi hans og þátttöku. Fergusonfélagið á heiður skilið fyrir aðkomu sína að öllum þremur dögunum sem haldnir voru í sumar og gerður var góður rómur að í öll skipti. Ekki aðeins nostra þeir félagar við vélarnar svo leikur einn er að ræsa safngripina í akstur og sýningu heldur ganga þeir í öll verk sem þarf að ganga í sem gerði þessa viðburði mögulega. Kvenfélagið 19. júní fyrir að koma að þessum dögum með okkur með því að standa vaktina í Skemmunni með sitt glæsilega kaffihlaðborð. Ullarselið fyrir að taka á móti fólki og sýna meðal annars spuna á meðan leikum stóð. Að lokum viljum við þakka öllum þeim aðilum sem lögðu hönd á plóg með aðkomu að undirbúningi og þátttöku í deginum. 🙏🏻Image attachmentImage attachment+Image attachment

Skrá aths

Það er stórvarasamt að nefna nöfn, en ansi oft koma upp nöfn Ragnars, Steinda, Markúsar og Alberts þegar talað er um framkvæmd atburða á vegum félagsins. En það er svo sem hægt að telja áfram........................................

Til hamingju Landbúnaðarsafn Íslands og starfsfólk.

3 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Hér má sjá dagskránna! Verið velkomin til okkar á Hvanneyri 🌞 ... Sjá meiraSjá minna

Hér má sjá dagskránna! Verið velkomin til okkar á Hvanneyri 🌞
3 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Eins og áður segir verður síðasti Fergusondagurinn okkar þetta sumarið á laugardaginn kemur 🥰🥳 Við hvetjum ykkur, lesendur góðir, til að deila þessari færslu til áhugasamra ❤️

🌿 Kaffihlaðborð Kvenfélagsins 19. júní verður á sínum stað í Skemmunni
🌿 Lítill sveitamarkaður verður í hlöðu Halldórsfjóss
🌿Bjarni Guðmundsson kynnir glænýja bók sína ,,Búverk og breyttir tímar"
🌿Félagar úr Fornbílafjelagi Borgarfjarðar mæta með sína glæsivagna ef veður leyfir 🛻

Verið öll hjartanlega velkomin til okkar í sveitasæluna á Hvanneyri laugardaginn 10. ágúst! ❤️🚜
... Sjá meiraSjá minna

Eins og áður segir verður síðasti Fergusondagurinn okkar þetta sumarið á laugardaginn kemur 🥰🥳 Við hvetjum ykkur, lesendur góðir, til að deila þessari færslu til áhugasamra ❤️
🌿 Kaffihlaðborð Kvenfélagsins 19. júní verður á sínum stað í Skemmunni
🌿 Lítill sveitamarkaður verður í hlöðu Halldórsfjóss
🌿Bjarni Guðmundsson kynnir glænýja bók sína ,,Búverk og breyttir tímar
🌿Félagar úr Fornbílafjelagi Borgarfjarðar mæta með sína glæsivagna ef veður leyfir 🛻Verið öll hjartanlega velkomin til okkar í sveitasæluna á Hvanneyri laugardaginn 10. ágúst! ❤️🚜

Skrá aths

Til í að setja þessa græju á safnið ef það á ekki svona

4 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Landbúnaðarsafn Íslands er hýst í Halldórsfjósi á Hvanneyri sem byggt var á árunum 1928 og 1929 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Árið 2015 var svo gamla bæjartorfan á Hvanneyri friðlýst í heild sinni, m.a. vegna menningarsögulegs gildi hennar, merkilegs búsetulandslags og sérstöðu hennar í byggingarlist 20. aldar.

Friðlýsingin nær til átta bygginga á gömlu torfunni en nær meðal annars einnig til ferjustaðs og fyrri aðkomuleiða að torfunni, mannvistarleifa, varna- og áveitugarða, jarðræktarminja og heildarásýnd staðarins.

Því má að einhverju leyti segja að bygging Landbúnaðarsafnsins okkar, Halldórsfjós, sé jafnvel okkar stærsti safngripur 🥰
... Sjá meiraSjá minna

Landbúnaðarsafn Íslands er hýst í Halldórsfjósi á Hvanneyri sem byggt var á árunum 1928 og 1929 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Árið 2015 var svo gamla bæjartorfan á Hvanneyri friðlýst í heild sinni, m.a. vegna menningarsögulegs gildi hennar, merkilegs búsetulandslags og sérstöðu hennar í byggingarlist 20. aldar.Friðlýsingin nær til átta bygginga á gömlu torfunni en nær meðal annars einnig til ferjustaðs og fyrri aðkomuleiða að torfunni, mannvistarleifa, varna- og áveitugarða, jarðræktarminja og heildarásýnd staðarins.Því má að einhverju leyti segja að bygging Landbúnaðarsafnsins okkar, Halldórsfjós, sé jafnvel okkar stærsti safngripur 🥰
4 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Það stefnir allt í annan blíðviðrisdag hjá okkur á Hvanneyri í dag og eins og venjulega er opið hjá okkur frá 11:00 - 17:00 🥰

Þessi mynd var tekin stuttu fyrir sólsetur í gærkvöldi ☀️
... Sjá meiraSjá minna

Það stefnir allt í annan blíðviðrisdag hjá okkur á Hvanneyri í dag og eins og venjulega er opið hjá okkur frá 11:00 - 17:00 🥰Þessi mynd var tekin stuttu fyrir sólsetur í gærkvöldi ☀️
4 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Fergusonfélagar eru á fullu að sinna vélum safnsins í dag á opnum degi. Veðrið býður ekki upp á að taka vélar út en það er nóg að gera fyrir því. Verið velkomin á safnið. ... Sjá meiraSjá minna

Skrá aths

Þessir tveir eru gulls ígildi, hvar sem þeir leggja hönd á plóg. Verst að ekki er hægt að klóna þá.

4 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Og þá er búið að merkja þúfnabanaskýlið okkar en þarna inni er einn þúfnabani geymdur sem gestum er velkomið að kíkja á 🥳🥰 Talið er að þetta sé eini þúfnabaninn af þessari gerð sem eftir er í heiminum!

Þetta glæsilega skilti er útbúið og gefið af Fergusonfélaginu og voru það þeir Steindór Theodórsson, Kristján Andrésson og Albert Baldursson, sem tók meðfylgjandi mynd af Steindóri og Kristjáni, sem settu það upp fyrir hönd félagsins. Við hjá Landbúnaðarsafninu sendum þeim og Fergusonfélaginu öllu okkar bestu þakkir fyrir 🥰

Fyrsti þúfnabaninn var fluttur til landsins 1921 en alls voru þeir sex sem komu. Væntingar stóðu til að þeir myndu auðvelda jarðrækt á Íslandi þar sem þúfunum yrði "banað" eins og nafnið gefur til kynna. Það má segja að þeir séu fyrstu jarðræktarvélarnar og brutu blað sem slíkar, þótt reynslan af þeim hafi ekki orðið eins góð og vonir stóðu til. Nánar má fræðast um þúfnabanann í bók Bjarna Guðmundssonar, "Frá hestum til hestafla", bls 125.
... Sjá meiraSjá minna

Og þá er búið að merkja þúfnabanaskýlið okkar en þarna inni er einn þúfnabani geymdur sem gestum er velkomið að kíkja á 🥳🥰 Talið er að þetta sé eini þúfnabaninn af þessari gerð sem eftir er í heiminum!Þetta glæsilega skilti er útbúið og gefið af Fergusonfélaginu og voru það þeir Steindór Theodórsson, Kristján Andrésson og Albert Baldursson, sem tók meðfylgjandi mynd af Steindóri og Kristjáni, sem settu það upp fyrir hönd félagsins. Við hjá Landbúnaðarsafninu sendum þeim og Fergusonfélaginu öllu okkar bestu þakkir fyrir 🥰Fyrsti þúfnabaninn var fluttur til landsins 1921 en alls voru þeir sex sem komu. Væntingar stóðu til að þeir myndu auðvelda jarðrækt á Íslandi þar sem þúfunum yrði banað eins og nafnið gefur til kynna. Það má segja að þeir séu fyrstu jarðræktarvélarnar og brutu blað sem slíkar, þótt reynslan af þeim hafi ekki orðið eins góð og vonir stóðu til. Nánar má fræðast um þúfnabanann í bók Bjarna Guðmundssonar, Frá hestum til hestafla, bls 125.

Skrá aths

Það væri mikið þarfamál að betrumbæta þetta skýli sem er utan um þúfnabanann. Ég veit ekki hvernig forvarsla svona gripa fer fram, en óskaplega vona ég að hann varðveitist fyrir komandi kynslóðir.

Þið eigið heiður skilið að passa uppá þetta mikilvæga tæki í þjóðarstolti og framför í landbúnaði Íslendinga. Máttarstólpi nýrra tíma, bjartsýni og framfara bændum til haga.-Hvort sem hann var farsæll eður ei kemur okkur ekkert við. Hér var brotið blað í sögu Íslands.Til hamingju og hlakka til að líta við hjá ykkur 🌹

Ég á ekki til eitt orð, Landbúnaðarsafn Íslands hefur útilokað að ég geti deilt þessu inn á grúbbuna mína um Þúfnabanann. Hversu hallærislegt er það? Kannski svipað hallærislegt og það loforð sem gefið var að Þúfnabaninn kæmist í miklu betra húsnæði innan árs en það loforð var gefið 2013, í dag er um mitt ár 2024. Þjóðminjasafn Íslands má eiga skömm fyrir það að hafa einungis kostað upp á skilti á þessum tíu árum sem er reyndar gjafafé. Fyrir hönd allra landsmanna " Takk fyrir ekkert"

Skemtilegra að horfa á myndina enn það sem er inn í A hysinu .

5 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Og þá er júlímánuður genginn í garð 🌼

Það er opið hjá okkur alla daga frá 11:00 til 17:00, verið hjartanlega velkomin til okkar í Borgarfjörðinn 💛
... Sjá meiraSjá minna

Og þá er júlímánuður genginn í garð 🌼Það er opið hjá okkur alla daga frá 11:00 til 17:00, verið hjartanlega velkomin til okkar í Borgarfjörðinn 💛
5 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Fyrsti Fergusondagurinn fór vel af stað þar sem veðrið lék við gesti og gangandi. Hér eru nokkrar myndir en við starfsmenn safnsins verðum að viðurkenna að við gleymdum að smella af fleiri myndum svo gaman var! Næsti Fergusondagurinn verður svo 13. júlí og kaffisalan á sínum stað í höndum Kvenfélagið 19. júní (ef.).
Við viljum líka þakka öllum þeim sem heimsóttu okkur um helgina og Fergusonfélögum fyrir skemmtilegan dag 🚜
... Sjá meiraSjá minna

Fyrsti Fergusondagurinn fór vel af stað þar sem veðrið lék við gesti og gangandi. Hér eru nokkrar myndir en við starfsmenn safnsins verðum að viðurkenna að við gleymdum að smella af fleiri myndum svo gaman var! Næsti Fergusondagurinn verður svo 13. júlí og kaffisalan á sínum stað í höndum Kvenfélagið 19. júní (ef.).
Við viljum líka þakka öllum þeim sem heimsóttu okkur um helgina og Fergusonfélögum fyrir skemmtilegan dag 🚜Image attachmentImage attachment+4Image attachment
5 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

☀️Fallegur dagur runninn upp á Hvanneyri veðurspá dagsins er aldeilis ekki af verri endanum.
☕Hægt að taka kaffið frá Kvenfélagið 19. júní (þgf.) með sér út í blíðuna.
🥏Og svo skella sér í frisbígolf eftir herlegheitin.

Sjáumst á eftir 😊
... Sjá meiraSjá minna

☀️Fallegur dagur runninn upp á Hvanneyri veðurspá dagsins er aldeilis ekki af verri endanum.
☕Hægt að taka kaffið frá Kvenfélagið 19. júní (þgf.) með sér út í blíðuna.
🥏Og svo skella sér í frisbígolf eftir herlegheitin.Sjáumst á eftir 😊
5 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Myndbandið gefur smá innsýn í samstarfið við Fergusonfélagið, í leiðinni minnum við á Fergusondagana sem verða þrjá daga í sumar. Sá fyrsti núna næstkomandi laugardag og Siggi Stormur búinn að spá sól á Vesturlandi um helgina.🌞

Kvenfélagið 19. júní verður svo með kaffisölu í Skemmunni á sama tíma!
... Sjá meiraSjá minna

6 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Nú á dögunum barst safninu fyrirspurn erlendis frá um þúfnabanann sem stendur hér á Hvanneyri. Þær upplýsingar sem við höfðum um gripinn voru vissulega á íslensku og nú þurfti að snara þeim yfir á ensku sem getur tekið sinn tíma.
Brugðið var á það ráð að snara textanum í þýðingu gervigreindar sem tók hin ýmsu „skáldaleyfi“ við verkið. Miðað við útkomu er ef til vill ekki aðeins íslenskan sem er að breytast eða hvað?
... Sjá meiraSjá minna

Nú á dögunum barst safninu fyrirspurn erlendis frá um þúfnabanann sem stendur hér á Hvanneyri. Þær upplýsingar sem við höfðum um gripinn voru vissulega á íslensku og nú þurfti að snara þeim yfir á ensku sem getur tekið sinn tíma.
Brugðið var á það ráð að snara textanum í þýðingu gervigreindar sem tók hin ýmsu „skáldaleyfi“ við verkið. Miðað við útkomu er ef til vill ekki aðeins íslenskan sem er að breytast eða hvað?Image attachment

Skrá aths

Viskum hafa í huga að orðhagur maður á Blikastöðum sagði: Þúfnabani á ensku; tuft terminator.

6 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Þrjá laugardaga í sumar verða Fergusondagar hjá okkur á Landbúnaðarsafninu í samstarfi við Fergusonfélagið ☀️🌸

Sömu daga verður Kvenfélagið 19. júní með kaffihlaðborð í Skemmunni að hætti kvenfélagskvenna🍰

Sjáumst á Hvanneyri! 🥰
... Sjá meiraSjá minna

Þrjá laugardaga í sumar verða Fergusondagar hjá okkur á Landbúnaðarsafninu í samstarfi við Fergusonfélagið ☀️🌸Sömu daga verður Kvenfélagið 19. júní með kaffihlaðborð í Skemmunni að hætti kvenfélagskvenna🍰Sjáumst á Hvanneyri! 🥰
6 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Þessa dagana í Halldórsfjósi standa yfir framkvæmdir sem munu koma til með að bæta og auka notkun byggingarinnar. Hér eru verktakar við vinnu á uppfyllingu á gólfi í hlöðunni og skorið hefur verið fyrir dyrum í veggi. Eftir þessa grunnvinnu mun hlaðan svo vera hellulögð og aðgengi verður yfir í salernisaðstöðu safnsins og Ullarselsins. Mikill spenningur er fyrir þessu skrefi í endurbótum á húsnæðinu og hlökkum við til að taka þennan hluta Halldórsfjós í notkun!
Framkvæmdirnar hafa engin áhrif á opnun safnsins og minnum við á að nú er Landbúnaðarsafnið og Ullarselið opið alla daga kl. 11:00-17:00. Verið velkomin!
... Sjá meiraSjá minna

Þessa dagana í Halldórsfjósi standa yfir framkvæmdir sem munu koma til með að bæta og auka notkun byggingarinnar. Hér eru verktakar við vinnu á uppfyllingu á gólfi í hlöðunni og skorið hefur verið fyrir dyrum í veggi. Eftir þessa grunnvinnu mun hlaðan svo vera hellulögð og aðgengi verður yfir í salernisaðstöðu safnsins og Ullarselsins. Mikill spenningur er fyrir þessu skrefi í endurbótum á húsnæðinu og hlökkum við til að taka þennan hluta Halldórsfjós í notkun!
Framkvæmdirnar hafa engin áhrif á opnun safnsins og minnum við á að nú er Landbúnaðarsafnið og Ullarselið opið alla daga kl. 11:00-17:00. Verið velkomin!Image attachment
7 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

... Sjá meiraSjá minna

7 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

. . . Nú vantar mig (Bj.Guðm.) aðstoð:

Fyrir allnokkrum árum gaf Anton bóndi í Naustum við Akureyri Lb.safni tvær brynningarskálar steinsteyptar, já úr steinsteypu, sem hann hafði fengið á árum áður. Anton kvað brynningarskálarnar, sem ég legg með mynd af, hafa verið steyptar hjá fyrirtæki "í bænum" (Akureyri - að sjálfsögðu).

Mig langar til þess að vita hvort einhver lesandi þessarar síðu kannast við slíka steinsteypugripi og not þeirra. Líklega væru það helzt Eyfirðingar eða Suður-Þingeyingar sem kynnu að gera ???

Allar upplýsingar eru vel þegnar hvort heldur væri með FB-skilaboðum eða tölvupóstinum bjarnig@lbhi.is

Þakkir og sumarkveðja!
... Sjá meiraSjá minna

. . . Nú vantar mig (Bj.Guðm.) aðstoð:Fyrir allnokkrum árum gaf Anton bóndi í Naustum við Akureyri Lb.safni tvær brynningarskálar steinsteyptar, já úr steinsteypu, sem hann hafði fengið á árum áður. Anton kvað brynningarskálarnar, sem ég legg með mynd af, hafa verið steyptar hjá fyrirtæki í bænum (Akureyri - að sjálfsögðu).Mig langar til þess að vita hvort einhver lesandi þessarar síðu kannast við slíka steinsteypugripi og not þeirra. Líklega væru það helzt Eyfirðingar eða Suður-Þingeyingar sem kynnu að gera ???Allar upplýsingar eru vel þegnar hvort heldur væri með FB-skilaboðum eða tölvupóstinum    bjarnig@lbhi.isÞakkir og sumarkveðja!

Skrá aths

Spurning hvort Iðnaðarsafnið á Akureyri hafi einhver svör.

Smári Helgason, Níels Helgason munið þið eftir þessu?

7 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Á dögunum barst safninu afar merkilegur gripur, laxateljari úr Norðurá. Það var árið 1972 þegar laxateljari (frumgerð sem nú er glötuð) var settur í Laxfoss og notaður til að telja laxa á göngu í ánni. Hann var sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum sem hægt var að nota og lesa af áreiðanleg gögn í svo stórri á. Síðar tók þessi teljari við hlutverki þess gamla.
Þegar laxinn synti í gegnum trekt sem komið var fyrir í efsta þrepi laxastigans í fossinum voru nemar sem skráðu þann fisk sem fór í gegn. Leiðsla var síðan lögð frá trektinni í árbotninn, þyngd með keðju svo hún haggaðist ekki í straumnum að tölvu sem komið var fyrir í skáp á bakkanum vestan ár. Skráði hún allan lax sem gekk á strimil þar sem fram kom mánuður, dagur og tíminn þegar laxinn gekk ásamt stærð (lengd). Lesið var daglega af strimlinum og allt skráð niður ásamt upplýsingum um til dæmis veður, vatnshæð og vatnshita árinnar.
Það voru þeir Ingólfur Ágústsson verkfræðingur og félagsmaður í Stangveiðifélagi Reykjavíkur og Björn Kristinsson verkfræðingur sem hönnuðu tækið. Hér er um að ræða íslenska hönnun sem framleidd er enn í dag og seld út um allan heim.
... Sjá meiraSjá minna

Á dögunum barst safninu afar merkilegur gripur, laxateljari úr Norðurá. Það var árið 1972 þegar laxateljari (frumgerð sem nú er glötuð) var settur í Laxfoss og notaður til að telja laxa á göngu í ánni. Hann var sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum sem hægt var að nota og lesa af áreiðanleg gögn í svo stórri á. Síðar tók þessi teljari við hlutverki þess gamla.
Þegar laxinn synti í gegnum trekt sem komið var fyrir í efsta þrepi laxastigans í fossinum voru nemar sem skráðu þann fisk sem fór í gegn. Leiðsla var síðan lögð frá trektinni í árbotninn, þyngd með keðju svo hún haggaðist ekki í straumnum að tölvu sem komið var fyrir í skáp á bakkanum vestan ár. Skráði hún allan lax sem gekk á strimil þar sem fram kom mánuður, dagur og tíminn þegar laxinn gekk ásamt stærð (lengd). Lesið var daglega af strimlinum og allt skráð niður ásamt upplýsingum um til dæmis veður, vatnshæð og vatnshita árinnar.
Það voru þeir Ingólfur Ágústsson verkfræðingur og félagsmaður í Stangveiðifélagi Reykjavíkur og Björn Kristinsson verkfræðingur sem hönnuðu tækið. Hér er um að ræða íslenska hönnun sem framleidd er enn í dag og seld út um allan heim.
9 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Það finnst ýmislegt við grúsk á veraldarvefnum, misgáfulegt þó. En fyrir unga aðdáanda búvéla eru ævintýri "Fergie" eflaust spennandi! Hver sagði svo að mánudagar væru til mæðu þegar svona gullmolar eru til? ... Sjá meiraSjá minna

Video image

Skrá aths

ég vinn ekki meira í dag

10 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Fyrr í janúar fékk safnið tvo styrki úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Þar voru verkefnin Sýningarhönnun og Veiðisögur í Landbúnaðarsafni styrkt af sjóðnum.

Í gær fór safnstjórinn fyrir hönd safnsins á úthlutunarhátíð Safnasjóðs fyrir árið 2024 og tók á móti tveimur styrkjum sem safnið fékk úr aðalúthlutun sjóðsins. Annars vegar er það verkefni um Fjölþættari miðlun á Landbúnaðarsafni og hins vegar um Lifandi safn með sjálfboðaliðum Fergusonfélagsins. Áður hafði safnið fengið úthlutað þremur styrkjum í aukaúthlutun Safnasjóðs, en sá pottur byggist á litlum styrkjum til mjög afmarkaðra verkefna.

Það verður því nóg að gera á Landbúnaðarsafni í ár og spennandi tímar framundan!
... Sjá meiraSjá minna

Fyrr í janúar fékk safnið tvo styrki úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Þar voru verkefnin Sýningarhönnun og Veiðisögur í Landbúnaðarsafni styrkt af sjóðnum.Í gær fór safnstjórinn fyrir hönd safnsins á úthlutunarhátíð Safnasjóðs fyrir árið 2024 og tók á móti tveimur styrkjum sem safnið fékk úr aðalúthlutun sjóðsins. Annars vegar er það verkefni um Fjölþættari miðlun á Landbúnaðarsafni og hins vegar um Lifandi safn með sjálfboðaliðum Fergusonfélagsins. Áður hafði safnið fengið úthlutað þremur styrkjum í aukaúthlutun Safnasjóðs, en sá pottur byggist á litlum styrkjum til mjög afmarkaðra verkefna.Það verður því nóg að gera á Landbúnaðarsafni í ár og spennandi tímar framundan!Image attachment
10 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Landbúnaðarsafn Íslands og Ullarselið eiga sína fulltrúa á Mannamótum ferðaþjónustunnar í Kórnum í Kópavogi í dag. Verið velkomin 🙂 ... Sjá meiraSjá minna

Landbúnaðarsafn Íslands og Ullarselið eiga sína fulltrúa á Mannamótum ferðaþjónustunnar í Kórnum í Kópavogi í dag. Verið velkomin 🙂
10 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Í baráttunni gegn riðu hér á landi hefur orðið sú breyting síðustu ár, að vernandi gen hefur fundist í sauðfé. Nú í desember nýttu fjölmargir bændur sér þá sæðingahrúta sem bera þetta einstaka gen til undaneldis í átakinu gegn riðu.
Í tiltekt safnsins nú í morgun, fundust Karakúl vottorð frá byrjun fjórða áratugarins sem safninu barst frá Bændasamtökum Íslands. Þau voru til marks um að gripirnir væru lausir við sjúkdóm, sem kom þó í ljós þegar fram liðu stundir að svo var ekki. Því þeim fylgdu sjúkdómarnir mæðuveiki, kýlapest og garnaveiki.
... Sjá meiraSjá minna

Í baráttunni gegn riðu hér á landi hefur orðið sú breyting síðustu ár, að vernandi gen hefur fundist í sauðfé. Nú í desember nýttu fjölmargir bændur sér þá sæðingahrúta sem bera þetta einstaka gen til undaneldis í átakinu gegn riðu.
Í tiltekt safnsins nú í morgun, fundust Karakúl vottorð frá byrjun fjórða áratugarins sem safninu barst frá Bændasamtökum Íslands. Þau voru til marks um að gripirnir væru lausir við sjúkdóm, sem kom þó í ljós þegar fram liðu stundir að svo var ekki. Því þeim fylgdu sjúkdómarnir mæðuveiki, kýlapest og garnaveiki.
11 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Í færinu sem nú ríkir er vissara fyrir hestamenn að vera með hrossin á sköflum. Safnálfurinn hefur nú hafist handa við að lagfæra skaflaskeifur frá Steinum í Stafholtstungum og klára hálfsmíðaðar skeifur þaðan. En skeifurnar voru gerðar af Oddi Kristjánssyni (1914-2005) bónda á Steinum en þarna er meðal síðasta skeifuefnið eftir hann. Margir aðrir munir sem finna má í smiðjuhluta safnsins eru einmitt frá Steinum og finna má á leitarvél Sarps.

Við starfsmenn Landbúnaðarsafnsins þökkum álfinum fyrir alla aðstoðina á aðventunni og viljum í leiðinni óska ykkur lesendum gleðilegra jóla!🎄 Megi nýja árið færa ykkur gæfu og gleði!🎆🎇
... Sjá meiraSjá minna

Í færinu sem nú ríkir er vissara fyrir hestamenn að vera með hrossin á sköflum. Safnálfurinn hefur nú hafist handa við að lagfæra skaflaskeifur frá Steinum í Stafholtstungum og klára hálfsmíðaðar skeifur þaðan. En skeifurnar voru gerðar af Oddi Kristjánssyni (1914-2005) bónda á Steinum en þarna er meðal síðasta skeifuefnið eftir hann. Margir aðrir munir sem finna má í smiðjuhluta safnsins eru einmitt frá Steinum og finna má á leitarvél Sarps.Við starfsmenn Landbúnaðarsafnsins þökkum álfinum fyrir alla aðstoðina á aðventunni og viljum í leiðinni óska ykkur lesendum gleðilegra jóla!🎄 Megi nýja árið færa ykkur gæfu og gleði!🎆🎇

Skrá aths

Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár!

Skeifur æsku minnar voru allar upprunnar úr höndum Odds á Steinum - hann var mjög hagur á tré og járn og var í forsvari fyrir afar mörgum byggingum sem reistar voru í Borgarfirði milli 1950 og 1980 a.m.k

11 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Álfurinn var nú full stuttur í annan endann til að nota þessa fótstignu dengingarvél. Gripurinn var fundinn upp af Guttormi Jónssyni (1862-1924), smið frá Hjarðarholti í Dölum, og kom á Hvanneyri árið 1907. Gaman er að minnast á að þetta er einn af elstu safnmunum Landbúnaðarsafnsins.
Þessi vél kom að góðum notum við að dengja ljái en mikið verk var að halda biti í þeim og ekki víst hvort "aðstoðarálfurinn" okkar ráði við það en eins og einhver sagði að þá er margur knár þó hann sé smár.

Meira um gripinn hér: sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=1792443
... Sjá meiraSjá minna

Álfurinn var nú full stuttur í annan endann til að nota þessa fótstignu dengingarvél. Gripurinn var fundinn upp af Guttormi Jónssyni (1862-1924), smið frá Hjarðarholti í Dölum, og kom á Hvanneyri árið 1907. Gaman er að minnast á að þetta er einn af elstu safnmunum Landbúnaðarsafnsins.
Þessi vél kom að góðum notum við að dengja ljái en mikið verk var að halda biti í þeim og ekki víst hvort aðstoðarálfurinn okkar ráði við það en eins og einhver sagði að þá er margur knár þó hann sé smár.Meira um gripinn hér: https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=1792443

Skrá aths

Öflugt tæki.

11 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Starfsmenn Landbúnaðarsafnsins sóttu á dögunum áhugaverð og fróðleg málþing. Þann 8. desember hélt Safnafræði Háskóla Íslands málþing um Söfn og ferðaþjónustu þar sem haldin voru nokkur erindi og pallborðsumræður fóru fram um málefnið.
Félag norrænna forvarða á Íslandi stóð svo fyrir málþingi um vísindarannsóknir á safnkosti þriðjudaginn 12. desember. Þessi málþing voru bæði velheppnuð og gaman að sjá að töluverð gróska og metnaður er í íslenska safnaheiminum um þessar mundir.
... Sjá meiraSjá minna

Starfsmenn Landbúnaðarsafnsins sóttu á dögunum áhugaverð og fróðleg málþing. Þann 8. desember hélt Safnafræði Háskóla Íslands málþing um Söfn og ferðaþjónustu þar sem haldin voru nokkur erindi og pallborðsumræður fóru fram um málefnið.
Félag norrænna forvarða á Íslandi stóð svo fyrir málþingi um vísindarannsóknir á safnkosti þriðjudaginn 12. desember. Þessi málþing voru bæði velheppnuð og gaman að sjá að töluverð gróska og metnaður er í íslenska safnaheiminum um þessar mundir.Image attachmentImage attachment
11 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Í smákökubakstri landsmanna er smjör oft gríðarlega mikilvægur partur af uppskriftinni. Hér hefur jólaálfurinn athugað hvort eitthvað sætt eða gott leyndist í þessum rafknúna strokk - vonbrigðin voru nokkur.
Strokkurinn er einn af þeim tækjum sem tóku við af þeim handknúnu og var hluti af þeirri þróun þegar mjólkurvinnslan færðist frá heimilunum og til milliliða.
Sá gripur sem dengsi skoðar er frá Hvanneyri og var m.a. lagfærður af Þórði Vilmundarsyni frá Mófellsstöðum. Sjá má meira um hann inná Sarpi: sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=1994673
... Sjá meiraSjá minna

Í smákökubakstri landsmanna er smjör oft gríðarlega mikilvægur partur af uppskriftinni. Hér hefur jólaálfurinn athugað hvort eitthvað sætt eða gott leyndist í þessum rafknúna strokk - vonbrigðin voru nokkur.
Strokkurinn er einn af þeim tækjum sem tóku við af þeim handknúnu og var hluti af þeirri þróun þegar mjólkurvinnslan færðist frá heimilunum og til milliliða.
Sá gripur sem dengsi skoðar er frá Hvanneyri og var m.a. lagfærður af Þórði Vilmundarsyni frá Mófellsstöðum. Sjá má meira um hann inná Sarpi: https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=1994673

Skrá aths

Ríkidæmi til gamla var m.a. mælt í fjōlda smjōrtunna.

11 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Dálítil fyrirspurn!

Á síðustu öld, þegar votheysgerð í djúpum gryfjum tíðkaðist hérlendis, var töluvert lagt upp úr því að fergja heyið duglega, svo súrefni pressaðist úr því og ætti ekki bakaleið. Flestir notuðu þá grjót sem farg - þokkalega stóra og sæmilega lagaða steina. Erfið vinna var að fergja og af-fergja vothey með þeirri aðferð.

Á Hvanneyri voru STEYPTIR steinar notaðir í farg, Ferkantaðir og með ísteyptum járnteini sem auðveldaði tak og hald á þeim. Steinarnir vógu tugi kílóa.

Nú er spurt: Kannast lesendur við eða hafa heyrt um að steyptir steinar hafi verið notaðir víðar hérlendis sem farg á vothey?

Ég hef tölvupóstfangið bjarnig@lbhi.is og þigg gjarnan fróðleik um efnið, ef einhver getur miðlað !?

Meðfylgjandi mynd er aðeins fyrir athygli (!)
... Sjá meiraSjá minna

Dálítil fyrirspurn!Á síðustu öld, þegar votheysgerð í djúpum gryfjum tíðkaðist hérlendis, var töluvert lagt upp úr því að fergja heyið duglega, svo súrefni pressaðist úr því og ætti ekki bakaleið. Flestir notuðu þá grjót sem farg - þokkalega stóra og sæmilega lagaða steina. Erfið vinna var að fergja og af-fergja vothey með þeirri aðferð.Á Hvanneyri voru STEYPTIR steinar notaðir í farg, Ferkantaðir og með ísteyptum járnteini sem auðveldaði tak og hald á þeim. Steinarnir vógu tugi kílóa.Nú er spurt: Kannast lesendur við eða hafa heyrt um að steyptir steinar hafi verið notaðir víðar hérlendis sem farg á vothey?Ég hef tölvupóstfangið        bjarnig@lbhi.is      og þigg gjarnan fróðleik um efnið, ef einhver getur miðlað !?Meðfylgjandi mynd er aðeins fyrir athygli (!)

Skrá aths

Hér á Kvígindisfelli í Tálknafirði man ég eftir svona steinum í votheysgryfju sem byggð var upp úr 1950. Faðir minn Magnús Guðmundsson fór í Bændaskólann á Hvanneyri eftir 1950 og trúlega hefur hann séð þessa steina í notkun þar. Þessi votheysgryfja var aflögð 1967-8 og seinna var byggð flatgryfja þar sem traktor var notaður til að þjappa heyið.

Varla hafa verið notaðir bara steinar? Var ekki fyrst sett einhver breiðsla ( segldúk man eg eftir) áður þá voru torfþökur og tré drumbar með framm veggjum svo grjót ofl það sem til var til að þyngja.Tréstiga lögðum við á hvolf og grjót ofan á?Kannanst ekki við þessa steina með járni.( best var vothey smakkaðist svo vel er farið var að gefa bæði fyrir menn og skepnur )Svo var lúxus græjan Talían notuð til að draga votheyið upp í strigapokunum þegar komið var langt niður í grifjuna.

Á Kiðafelli í Kjós voru notaðir steyptir steinar sem voru úr hermannabröggum frá stríðsárunum. Voru ekki mjög þungir en vel viðráðanlegir fyrir ungdóminn. Sótt voru þó nokkur vagnhlöss af steinunum að Dalsmynni á Kjalarnesi þar sem bragga rústir voru.

11 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

. . . segir bókartíðindi: Hratt gengur á 2. prentun bókar minnar, "Daga við Dýrafjörð". Ummæli um hana hafa verið þannig í mín eyru og augu að bókin sé vel þolanleg. Satt að segja er ég afar þakklátur fyrir öll ummælin. Ósatt væri ef ég segðist ekki pínu montinn af uppátækinu.

Bókin fæst aðeins beint frá ritbýli mínu. Ekki í bókabúð. Ekki í Bónus, Nettó eða öðrum kaup-félögum. Ég styrki Íslandspóst með kr. 600,- á bók. Ef þarf. Sjálf kostar bókin kr. 5.000,-

Bestu þakkir til allra þeirra sem þegar hafa eignast eintak af bókinni.
Þannig er nú það . . .
... Sjá meiraSjá minna

. . . segir bókartíðindi: Hratt gengur á 2. prentun bókar minnar, Daga við Dýrafjörð. Ummæli um hana hafa verið þannig í mín eyru og augu að bókin sé vel þolanleg. Satt að segja er ég afar þakklátur fyrir öll ummælin. Ósatt væri ef ég segðist ekki pínu montinn af uppátækinu.Bókin fæst aðeins beint frá ritbýli mínu. Ekki í bókabúð. Ekki í Bónus, Nettó eða öðrum kaup-félögum. Ég styrki Íslandspóst með kr. 600,- á bók. Ef þarf. Sjálf kostar bókin kr. 5.000,-Bestu þakkir til allra þeirra sem þegar hafa eignast eintak af bókinni.
Þannig er nú það . . .
12 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Áfram heldur jólaálfurinn að sýsla á safninu - greinilega ýmislegt sem þarf að gera þar á aðventunni 🙂3. desember: Jólaálfinum er ýmislegt til lista lagt, hér er hann mættur til að dytta að Ferguson TF20, eina af mest seldu dráttarvélagerðum allra tíma hér á landi. Það er spurning hvort hann ætlar að nota hana til að bruna á næsta stað? En á hvaða safni ætli fólk finni svona forláta dráttarvél? ... Sjá meiraSjá minna

Áfram heldur jólaálfurinn að sýsla á safninu - greinilega ýmislegt sem þarf að gera þar á aðventunni :)

Skrá aths

Skyldu þeir Albert og Steindi sem huga manna mest að vélunum á safninu vita af þessum sérlega aðstoðarmanni - nei ég meina aðstoðarálfi?😜

12 mánuðir síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Þessi jólaálfur virðist hafa slæðst inn með mannfjöldanum sem sótti jólamarkaðinn í gær hér á Hvanneyri og orðið eftir. Hann virtist þó skemmta sér vel að prufa saxherfi sem smíðað var eftir hugmyndum Lúðvíks Jónssonar á fyrri helming 20. aldar.

Mestu vinsældir Lúðvíksherfanna voru á árabilinu 1925-1930 en þetta herfi sem álfurinn situr á kemur frá Kalmanstungu í Hvítársíðu. Frekari upplýsingar um herfið má finna hér á Sarpi:
sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=1799969.

Síðan er aldrei að vita nema dengsi bregði aftur á leik fyrir jól en hann ku vera afar áhugasamur um safnið og safnkost þess.
... Sjá meiraSjá minna

Þessi jólaálfur virðist hafa slæðst inn með mannfjöldanum sem sótti jólamarkaðinn í gær hér á Hvanneyri og orðið eftir. Hann virtist þó skemmta sér vel að prufa saxherfi sem smíðað var eftir hugmyndum Lúðvíks Jónssonar á fyrri helming 20. aldar.Mestu vinsældir Lúðvíksherfanna voru á árabilinu 1925-1930 en þetta herfi sem álfurinn situr á kemur frá Kalmanstungu í Hvítársíðu. Frekari upplýsingar um herfið má finna hér á Sarpi:
https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=1799969.Síðan er aldrei að vita nema dengsi bregði aftur á leik fyrir jól en hann ku vera afar áhugasamur um safnið og safnkost þess.

Skrá aths

Þetta er nú meiri grallaraspóinn.

Síðustu vikurnar hefur verið þónokkur gestagangur í safnið og margir hópar komið. Í dag voru það sænskir bændur sem heimsóttu Hvanneyri og fengu kynningu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á starfseminni, meðal annars á jarðræktarmiðstöðinni og Hvanneyrarfjósi, áður en þau komu í safnið. Auk þess kynnti Sveinbjörn Eyjólfsson hjá Nautastöð BÍ starfsemina. Veðrið lék við gesti eins og svo oft núna í haust.
Eins og sést á myndinni stendur yfir viðhaldsvinna á húsnæði safnsins og verður mikill munur þegar henni lýkur.
... Sjá meiraSjá minna

Síðustu vikurnar hefur verið þónokkur gestagangur í safnið og margir hópar komið. Í dag voru það sænskir bændur sem heimsóttu Hvanneyri og fengu kynningu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á starfseminni, meðal annars á jarðræktarmiðstöðinni og Hvanneyrarfjósi, áður en þau komu í safnið. Auk þess kynnti Sveinbjörn Eyjólfsson hjá Nautastöð BÍ starfsemina. Veðrið lék við gesti eins og svo oft núna í haust.
Eins og sést á myndinni stendur yfir viðhaldsvinna á húsnæði safnsins og verður mikill munur þegar henni lýkur.

Skrá aths

Getur hver sem er kint safnið. .?

Málþingið Landbúnaður í gegnum safn og skóla fór fram í blíðskaparveðri og var vel sótt. Hér eru nokkrar myndir frá þinginu sem Rósa Björk tók, bestu þakkir fyrir þær! Við viljum einnig þakka gestum fyrir komuna, fyrirlesurum, tónlistarfólki og þeim sem komu að undirbúningi og frágangi með okkur.
Fyrir áhugasama og þá sem ekki áttu heimangengt þennan dag er komin upptaka inn á youtuberás Landbúnaðarháskóli Íslands. Eða inn á þessari vefslóð: www.youtube.com/watch?v=54aVlGpYUjg&t=9404s
... Sjá meiraSjá minna

Málþingið Landbúnaður í gegnum safn og skóla fór fram í blíðskaparveðri og var vel sótt. Hér eru nokkrar myndir frá þinginu sem Rósa Björk tók, bestu þakkir fyrir þær! Við viljum einnig þakka gestum fyrir komuna, fyrirlesurum, tónlistarfólki og þeim sem komu að undirbúningi og frágangi með okkur.
Fyrir áhugasama og þá sem ekki áttu heimangengt þennan dag er komin upptaka inn á youtuberás Landbúnaðarháskóli Íslands. Eða inn á þessari vefslóð:  https://www.youtube.com/watch?v=54aVlGpYUjg&t=9404sImage attachmentImage attachment+Image attachment

Veðrið er prýðilegt og Ferguson mættur. Verið velkomin á málþingið í dag. ... Sjá meiraSjá minna

Veðrið er prýðilegt og Ferguson mættur. Verið velkomin á málþingið í dag.

Skrá aths

Nú hefur þetta málþing verið haldið og tókst með ágætum, aðstandendum öllum til hins mesta sóma. Gott framtak sem vert er að þakka.

Á fimmtudaginn kemur, 31. ágúst, verður málþingið ,,Landbúnaður í gegnum safn og skóla" í aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Við hjá safninu og Lbhí hlökkum til að taka á móti ykkur en málþingið hefst kl 13:00. Sjáumst á fimmtudaginn!

Landbúnaðarháskóli Íslands
... Sjá meiraSjá minna

Á fimmtudaginn kemur, 31. ágúst, verður málþingið ,,Landbúnaður í gegnum safn og skóla í aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Við hjá safninu og Lbhí hlökkum til að taka á móti ykkur en málþingið hefst kl 13:00. Sjáumst á fimmtudaginn!Landbúnaðarháskóli Íslands

Skrá aths

Verður þessu streymt á netinu?

Í dag á heiðursmaðurinn Bjarni Guðmundsson áttræðisafmæli.

Bjarni hefur verið ötull í rannsóknum á landbúnaðarsögu landsins og á heiðurinn af því að gripum sem tengjast henni hefur verið safnað og þeir sýndir í Búvélasafninu og síðar Landbúnaðarsafni Íslands, þar sem hann var um langt skeið safnstjóri.
En starf hans við ritun fræðibóka um þróun íslenskra búhátta er sömuleiðis algjörlega ómetanlegt. Bjarni er ósínkur á að miðla úr þekkingarbrunni sínum og nýtur starfsfólks safnsins þess ómælt, sem og aðrir.

Honum er þakkað allt hans óeigingjarna starf í þágu safnsins og færðar heillaóskir í tilefni stórafmælisins.

Málþing honum til heiðurs verður haldið fimmtudaginn 31. ágúst og fylgir dagskrá þess hér með.
... Sjá meiraSjá minna

Í dag á heiðursmaðurinn Bjarni Guðmundsson áttræðisafmæli.Bjarni hefur verið ötull í rannsóknum á landbúnaðarsögu landsins og á heiðurinn af því að gripum sem tengjast henni hefur verið safnað og þeir sýndir í Búvélasafninu og síðar Landbúnaðarsafni Íslands, þar sem hann var um langt skeið safnstjóri.
En starf hans við ritun fræðibóka um þróun íslenskra búhátta er sömuleiðis algjörlega ómetanlegt. Bjarni er ósínkur á að miðla úr þekkingarbrunni sínum og nýtur starfsfólks safnsins þess ómælt, sem og aðrir.Honum er þakkað allt hans óeigingjarna starf í þágu safnsins og færðar heillaóskir í tilefni stórafmælisins.Málþing honum til heiðurs verður haldið fimmtudaginn 31. ágúst og fylgir dagskrá þess hér með.

Hvanneyrarhátíð að hefjast, þónokkuð af vélum komnar og veðurblíðan einstök. Öll velkomin að Hvanneyri 🙂 ... Sjá meiraSjá minna

Hvanneyrarhátíð að hefjast, þónokkuð af vélum komnar og veðurblíðan einstök. Öll velkomin að Hvanneyri 🙂

Dagskrá Hvanneyrarhátíðar er orðin klár og búið að tryggja frábært veður, amk er spáin mjög góð. Endilega kíkið til okkar og ef þið eruð með gamla dráttarvél eða aðrar vélar sem þið viljið sýna, látið heyra í ykkur.
Hlökkum til að sjá ykkur öll! 🙂
... Sjá meiraSjá minna

Dagskrá Hvanneyrarhátíðar er orðin klár og búið að tryggja frábært veður, amk er spáin mjög góð. Endilega kíkið til okkar og ef þið eruð með gamla dráttarvél eða aðrar vélar sem þið viljið sýna, látið heyra í ykkur.
Hlökkum til að sjá ykkur öll! :)

Verið velkomin á Hvanneyrarhátíð 2023

✔️Markaður í hlöðu Halldórsfjóss
✔️Frítt í Landbúnaðarsafn Íslands
✔️Fergusonfélagið stillir upp dráttarvélum á hlaðinu
✔️Ullarselið opið
✔️ Vísindahorn fyrir börn með Marinó Mugg
✔️ Saga Frúargarðsins
✔️ Gömul myndbandsbrot úr sögu Hvanneyrar sýnd í kjallara Skólastjórahúss
✔️ Andlitsmálun
✔️ Opið fjós hjá Hvanneyrarbúið
✔️ Veitingasala í Skemman Cafe
✔️ Kvenfélagið 19. júní með veitingasölu
✔️ Hátíðarmessa í kirkjunni og ljúfir tónar yfir daginn
✔️ Akstursleikni á dráttarvélum
✔️ Gunnhildur Lind Photography verður á staðnum og býður myndatöku
✔️Brekkusöngur

Sjáumst á Hvanneyri um helgina!
... Sjá meiraSjá minna

Verið velkomin á Hvanneyrarhátíð 2023✔️Markaður í hlöðu Halldórsfjóss
✔️Frítt í Landbúnaðarsafn Íslands
✔️Fergusonfélagið stillir upp dráttarvélum á hlaðinu
✔️Ullarselið opið
✔️ Vísindahorn fyrir börn með Marinó Mugg
✔️ Saga Frúargarðsins
✔️ Gömul myndbandsbrot úr sögu Hvanneyrar sýnd í kjallara Skólastjórahúss
✔️ Andlitsmálun
✔️ Opið fjós hjá Hvanneyrarbúið
✔️ Veitingasala í Skemman Cafe
✔️ Kvenfélagið 19. júní með veitingasölu
✔️ Hátíðarmessa í kirkjunni og ljúfir tónar yfir daginn
✔️ Akstursleikni á dráttarvélum
✔️ Gunnhildur Lind Photography verður á staðnum og býður myndatöku
✔️BrekkusöngurSjáumst á Hvanneyri um helgina!

Eitt þeirra verka sem starfsfólk safnsins reynir að komast í árlega er að slá stör til að gefa "kúnum" sem prýða sýningu safnsins. Gulstörin sem er einkennisplanta engja meðfram Hvítá og Andakílsá, var undirstaða undir búskap á fjölmörgum jörðum í Borgarfirði og má fræðast nánar um þær nytjar í riti safnsins um Nýtingu flæðiengja í Borgarfirði, sem finna má á heimasíðu safnsins. ... Sjá meiraSjá minna

Eitt þeirra verka sem starfsfólk safnsins reynir að komast í árlega er að slá stör til að gefa kúnum sem prýða sýningu safnsins. Gulstörin sem er einkennisplanta engja meðfram Hvítá og Andakílsá, var undirstaða undir búskap á fjölmörgum jörðum í Borgarfirði og má fræðast nánar um þær nytjar í riti safnsins um Nýtingu flæðiengja í Borgarfirði, sem finna má á heimasíðu safnsins.

Skrá aths

Þegar búið var að þurrka störina var þeim Búkollu og Lýsu gefið vel í jötuna.

Störin var þurrkað og notað sem undirburður undir kýrnar, hrossin, kindurnar og geiturnar í Þýskalandi í gamla daga.

Hér er uppskrift að góðum degi á Hvanneyri og spáin fyrir næstu daga er frábær. Verið velkomin til okkar 🙂

www.facebook.com/100069823461955/posts/579283204409123/Hér hefur verið yndislegt veður í dag og eru 20°C í veðurspánni, bæði á laugardag og sunnudag ☀️ Tilvalið að kíkja í heimsókn til okkar 🥰
Hér kemur uppástunga að degi um helgina á Hvanneyri fyrir áhugasöm:

🌱 Komið á Hvanneyri upp úr hádegi og kíkt í heimsókn á Landbúnaðarsafn Íslands og í Ullarselið, opið frá 11 - 17 alla daga 💚

🥏 FOLF hringur farinn á 9 holu brautinni á Hvanneyri, hægt að fá lánaða diska í Ullarselinu/Landbúnaðarsafninu 🥰 Krefjandi og stórskemmtileg braut sem sjá má kort af hér www.folf.is/wp-content/uploads/2020/06/Hvanneyri-skilti4-2020-scaled.jpg

🍰 Eftir FOLF hringinn er notalegt að setjast niður á Skemman Cafe, inn í elsta húsið á Hvanneyri, og fá sér eitthvað gott en þar verður kökuhlaðborð um helgina á frábæru verði frá kl 14 - 17 👏

💦 Í lokin er svo fullkomið að flatmaga í sólinni og njóta útsýnisins í Hreppslaug, þar er opið á föstudag frá 15 - 22 og á laugardag og sunnudag frá kl 13 - 22 💙

Inn á milli er svo hægt að skoppa á ærslabelgnum við grunnskólann, prófa þar þrautabraut og aparólu, rölta um gömlu torfuna, kíkja á kýrnar sem eru á beit fyrir utan fjósið, smella sér í fótbolta á Sverrisvelli, heimsækja leikvöllinn við leikskólann og ýmislegt fleira.

💃🕺 Fyrir dansþyrsta er svo sólstöðupartý á Hvanneyri Pub á laugardagskvöldið, sjá viðburð hér www.facebook.com/events/6441398372589395?ref=newsfeed

Verið öll hjartanlega velkomin ❤️🌞
... Sjá meiraSjá minna

Hér er uppskrift að góðum degi á Hvanneyri og spáin fyrir næstu daga er frábær. Verið velkomin til okkar 🙂https://www.facebook.com/100069823461955/posts/579283204409123/

Í dag var til moldar borinn Sigurður Skarphéðinsson, einn af mestu hollvinum Landbúnaðarsafnsins. Það eru ófá handarverkin hans sem er að finna á safninu og þar á meðal þessi afturendi af Ferguson sem sýnir inn í undraveröldina sem þar er að finna. Það er safninu ómetanlegt að hafa átt Sigurð að með allri hans vinnu og fróðleik, sem hann miðlaði til annarra. Starfsfólk safnsins sendir ættingjum hans og vinum innilegar samúðarkveðjur, um leið og honum er þökkuð öll hans velvild í garð Landbúnaðarsafnsins. ... Sjá meiraSjá minna

Í dag var til moldar borinn Sigurður Skarphéðinsson, einn af mestu hollvinum Landbúnaðarsafnsins. Það eru ófá handarverkin hans sem er að finna á safninu og þar á meðal þessi afturendi af Ferguson sem sýnir inn í undraveröldina sem þar er að finna. Það er safninu ómetanlegt að hafa átt Sigurð að með allri hans vinnu og fróðleik, sem hann miðlaði til annarra. Starfsfólk safnsins sendir ættingjum hans og vinum innilegar samúðarkveðjur, um leið og honum er þökkuð öll hans velvild í garð Landbúnaðarsafnsins.

Í gær var haldinn stofnfundur Safnaklasa Vesturlands, sem nær yfir söfn, sýningar og setur. Landbúnaðarsafnið er einn stofnaðila. Vonir standa til að með slíkum klasa verðir hægt að standa sameiginlega að auknu kynningarstarfi og þar með laða að fleiri gesti. Einnig getur slíkt samstarf snúið að fræðslu starfsmanna og fleiru. ... Sjá meiraSjá minna

Í gær var haldinn stofnfundur Safnaklasa Vesturlands, sem nær yfir söfn, sýningar og setur. Landbúnaðarsafnið er einn stofnaðila. Vonir standa til að með slíkum klasa verðir hægt að standa sameiginlega að auknu kynningarstarfi og þar með laða að fleiri gesti. Einnig getur slíkt samstarf snúið að fræðslu starfsmanna og fleiru.

Skrá aths

Til hamingju með samstarfið!!!

Í dag kom hópur 60 ára búfræðinga ásamt mökum, á safnið, auk þess að rifja upp gamla tíma í Leikfimihúsinu og Gamla skóla. Skemmtilegur hópur sem hafði frá mörgu að segja. Takk fyrir komuna 🙂 ... Sjá meiraSjá minna

Í dag kom hópur 60 ára búfræðinga ásamt mökum, á safnið, auk þess að rifja upp gamla tíma í Leikfimihúsinu og Gamla skóla. Skemmtilegur hópur sem hafði frá mörgu að segja. Takk fyrir komuna 🙂

Það var mikill og góður gestagangur í safninu í dag. Um 100 manns komu í nokkrum hópum auk annarra gesta og staðurinn skartaði sínu fegursta í frábæru veðri. Á myndinni sést hluti eins hópsins, 40 ára búfræðingar frá Bændaskólanum á Hvanneyri, nú Landbúnaðarháskóli Íslands. Kærar þakkir fyrir komuna öll sömul. ... Sjá meiraSjá minna

Það var mikill og góður gestagangur í safninu í dag. Um 100 manns komu í nokkrum hópum auk annarra gesta og staðurinn skartaði sínu fegursta í frábæru veðri. Á myndinni sést hluti eins hópsins, 40 ára búfræðingar frá Bændaskólanum á Hvanneyri,  nú Landbúnaðarháskóli Íslands.  Kærar þakkir fyrir komuna öll sömul.

Í síðustu viku var úthlutað úr Safnasjóði til verkefna sem söfn landsins ætla að standa fyrir á þessu ári. Landbúnaðarsafnið fékk styrk til skráningar muna safnsins. Nú þegar er um helmingur muna skráður í Sarpinn, sem er sameiginlegt gagnasafn safna og þar getur hver sem er flett gripum upp og leitað. Með þessum styrk næst vonandi að skrá megnið af þeim gripum sem eftir eru. ... Sjá meiraSjá minna

Í síðustu viku var úthlutað úr Safnasjóði til verkefna sem söfn landsins ætla að standa fyrir á þessu ári. Landbúnaðarsafnið fékk styrk til skráningar muna safnsins. Nú þegar er um helmingur muna skráður í Sarpinn,  sem er sameiginlegt gagnasafn safna og þar getur hver sem er flett gripum upp og leitað. Með þessum styrk næst vonandi að skrá megnið af þeim gripum sem eftir eru.

Skrá aths

Til hamingju með styrkinn!

Til hamingju vel gert

Í gær var haldin úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands. Landbúnaðarsafnið fékk tvo styrki úr sjóðnum. Annars vegar til að til að vinna að söfnun munnlegra heimilda um sögu laxveiða í Borgarfirði og hins vegar vegna málþings um landbúnað í gegnum safn og skóla. Það er virkilega ánægjulegt að safnið hljóti þessa styrki og geti áfram unnið að þeim verkefnum sem tengjast sögu landbúnaðar og landnýtingar. ... Sjá meiraSjá minna

Í gær var haldin úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands. Landbúnaðarsafnið fékk tvo styrki úr sjóðnum. Annars vegar til að til að vinna að söfnun munnlegra heimilda um sögu laxveiða í Borgarfirði og hins vegar vegna málþings um landbúnað í gegnum safn og skóla. Það er virkilega ánægjulegt að safnið hljóti þessa styrki og geti áfram unnið að þeim verkefnum sem tengjast sögu landbúnaðar og landnýtingar.

Skrá aths

Til hamingju

Til hamingju

Til hamingju

Vel gert hjá ykkur

Alveg frábærar þessar tvær, til hamingju 🥰👏👏

Vel gert. Til hamingju 👍🤩

Til hamingju gangi ykkur vel

Til hamingju

Til lukku með þetta stúlkur, flott hjá ykkur.

Glæsilegt... 🙂

Flott

View more comments

Landbúnaðarsafnið er komið í jólabúning eins og allur staðurinn á Hvanneyri. Verið öll velkomin á jólagleði á morgun, sunnudag frá kl 14-17 ⛄️🎄✨️ ... Sjá meiraSjá minna

Landbúnaðarsafnið er komið í jólabúning eins og allur staðurinn á Hvanneyri.  Verið öll velkomin á jólagleði á morgun, sunnudag frá kl 14-17 ⛄️🎄✨️

Skrá aths

Jólakveðjur í safnið! 🎅🏻

Einföld og skemmtileg mynd

Í síðustu viku var haldinn kynningarfundur fyrir verkefnið Saga laxveiða í Borgarfirði sem Landbúnaðarsafn Íslands stendur fyrir. Í þessu verkefni er sjónum beint að þeirri mikilvægu auðlind sem laxveiðarnar eru og hafa verið í héraðinu, hvernig þær hafa þróast frá sjálfsþurft til mikilvægrar atvinnugreinar og þau áhrif sem þessi grein hefur haft á landnýtingu í gegnum tíðina. Fundurinn var mjög vel sóttur og lýstu fundargestir mikilli ánægju með að þetta verkefni væri hafið. Strax komu fjölmargar ábendingar um efni og viðmælendur sem búa yfir mikilli vitneskju um efnið. Þau sem eiga efni í fórum sínum um laxveiðar í héraðinu í fortíð eða nútíð eða vita hvar slíkt er að finna eru beðin um að koma ábendingum á framfæri við starfsmenn Landbúnaðarsafnsins, þær Önnu Heiðu Baldursdóttur, annaheida@lbhi.is og Ragnhildi Helgu Jónsdóttur, ragnhildurhj@lbhi.is. ... Sjá meiraSjá minna

Í síðustu viku var haldinn kynningarfundur fyrir verkefnið Saga laxveiða í Borgarfirði sem Landbúnaðarsafn Íslands stendur fyrir. Í þessu verkefni er sjónum beint að þeirri mikilvægu auðlind sem laxveiðarnar eru og hafa verið í héraðinu, hvernig þær hafa þróast frá sjálfsþurft til mikilvægrar atvinnugreinar og þau áhrif sem þessi grein hefur haft á landnýtingu í gegnum tíðina. Fundurinn var mjög vel sóttur og lýstu fundargestir mikilli ánægju með að þetta verkefni væri hafið. Strax komu fjölmargar ábendingar um efni og viðmælendur sem búa yfir mikilli vitneskju um efnið. Þau sem eiga efni í fórum sínum um laxveiðar í héraðinu í fortíð eða nútíð eða vita hvar slíkt er að finna eru beðin um að koma ábendingum á framfæri við starfsmenn Landbúnaðarsafnsins, þær Önnu Heiðu Baldursdóttur, annaheida@lbhi.is og Ragnhildi Helgu Jónsdóttur, ragnhildurhj@lbhi.is.

Kynningarfundur um verkefnið Saga laxveiða í Borgarfirði sem Landbúnaðarsafn Íslands stendur fyrir.

Í Borgarfirði eru gjöfular laxveiðiár sem eiga sér bæði langa og merkilega sögu hvað varðar veiðiaðferðir og áhrif á búsetu og landnýtingu í héraði. Í apríl síðastliðnum fékk Landbúnaðarsafn Íslands veglegan öndvegisstyrk til þriggja ára, frá Safnasjóði til að skrá sögu laxveiða í Borgarfirði. Áður hafði safnið fengið styrk til eins árs úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Þessi stuðningur hefur gert starfsmönnum Landbúnaðarsafnsins kleift að halda áfram með þá vinnu.

Verkefnið snýst um safna heimildum og rannsaka sögu laxveiða í Borgarfirði frá ólíkum sjónarhornum. Þessu efni verður síðan miðlað með útgáfu og sýningu á lofti Halldórsfjóss á Hvanneyri. Eitt af hlutverkum safna er að virkja og vera í sambandi við nærsamfélag sitt sem er afar mikilvægt hverju og einu þeirra. Af þessu tilefni boðar Landbúnaðarsafn Íslands til kynningarfundar um þetta metnaðarfulla verkefni sem segja má að sé eitt af þeim stærstu sem safnið hefur ráðist í. Fundurinn verður fimmtudaginn 27. október og hefst kl. 20:00 í Ásgarði, aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Þar verður verkefninu formlega ýtt úr vör og kynnt betur fyrir fundargestum ásamt því að skapa umræður um þessa mikilvægu grein sem hefur þróast hratt síðustu ár. Áhugafólk og aðrir eru hvattir til að mæta og verða kaffiveitingar í boði fyrir aðframkomna!

Saga laxveiða í Borgarfirði er samstarfsverkefni Landbúnaðarsafns Íslands, Sambands borgfirskra veiðifélaga, Erfðalindaseturs Landbúnaðarháskóla Íslands, Hafrannsóknastofnunar og Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar.
... Sjá meiraSjá minna

Kynningarfundur um verkefnið Saga laxveiða í Borgarfirði sem Landbúnaðarsafn Íslands stendur fyrir.Í Borgarfirði eru gjöfular laxveiðiár sem eiga sér bæði langa og merkilega sögu hvað varðar veiðiaðferðir og áhrif á búsetu og landnýtingu í héraði. Í apríl síðastliðnum fékk Landbúnaðarsafn Íslands veglegan öndvegisstyrk til þriggja ára, frá Safnasjóði til að skrá sögu laxveiða í Borgarfirði. Áður hafði safnið fengið styrk til eins árs úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Þessi stuðningur hefur gert starfsmönnum Landbúnaðarsafnsins kleift að halda áfram með þá vinnu.Verkefnið snýst um safna heimildum og rannsaka sögu laxveiða í Borgarfirði frá ólíkum sjónarhornum. Þessu efni verður síðan miðlað með útgáfu og sýningu á lofti Halldórsfjóss á Hvanneyri. Eitt af hlutverkum safna er að virkja og vera í sambandi við nærsamfélag sitt sem er afar mikilvægt hverju og einu þeirra. Af þessu tilefni boðar Landbúnaðarsafn Íslands til kynningarfundar um þetta metnaðarfulla verkefni sem segja má að sé eitt af þeim stærstu sem safnið hefur ráðist í. Fundurinn verður fimmtudaginn 27. október og hefst kl. 20:00 í Ásgarði, aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Þar verður verkefninu formlega ýtt úr vör og kynnt betur fyrir fundargestum ásamt því að skapa umræður um þessa mikilvægu grein sem hefur þróast hratt síðustu ár. Áhugafólk og aðrir eru hvattir til að mæta og verða kaffiveitingar í boði fyrir aðframkomna!Saga laxveiða í Borgarfirði er samstarfsverkefni Landbúnaðarsafns Íslands, Sambands borgfirskra veiðifélaga, Erfðalindaseturs Landbúnaðarháskóla Íslands, Hafrannsóknastofnunar og Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar.

Í dag lauk sýningunni Íslenskur landbúnaður 2022. Landbúnaðarsafnið tók þátt í henni með Fergusonfélaginu og var það virkilega gott og skemmtilegt samstarf. Fjölmargir komu í básinn til okkar og vöktu vélar Ferguson-félaganna mikla og verðskuldaða athygli. Meðfylgjandi er mynd af forsprökkum félagsins og safnsins. Öllum sem komu að þessu er þakkað fyrir mikið og gott starf og takk fyrir komuna, þið sem kíktuð á okkur. ... Sjá meiraSjá minna

Í dag lauk sýningunni Íslenskur landbúnaður 2022. Landbúnaðarsafnið tók þátt í henni með Fergusonfélaginu og var það virkilega gott og skemmtilegt samstarf. Fjölmargir komu í básinn til okkar og vöktu vélar Ferguson-félaganna mikla og verðskuldaða athygli. Meðfylgjandi er mynd af forsprökkum félagsins og safnsins. Öllum sem komu að þessu er þakkað fyrir mikið og gott starf og takk fyrir komuna, þið sem kíktuð á okkur.

Skrá aths

Klárlega flottasti básinn... 🙂

Landbúnaðarsafnið tekur þátt í Landbúnaðarsýningunni í Laugardal með Fergusonfélaginu. Við fengum góða gesti í básinn í upphafi sýningar þegar Forseti Íslands kom ásamt föruneyti.
Verið velkominn í básinn til okkar um helgina og skoðið fallegar vélar félagsmanna.
... Sjá meiraSjá minna

Landbúnaðarsafnið tekur þátt í Landbúnaðarsýningunni í Laugardal með Fergusonfélaginu. Við fengum góða gesti í básinn í upphafi sýningar þegar Forseti Íslands kom ásamt föruneyti.
Verið velkominn í básinn til okkar um helgina og skoðið fallegar vélar félagsmanna.

Skrá aths

Og Centaurinn rokkar Þjóðminjasafn Íslands/ National Museum of Iceland

Í dag lauk á Hallormsstað, Farskóla safnamanna. Á lokadegi hans úthlutaði ráðherra menningarmála styrkjum úr Safnasjóði. Landbúnaðarsafnið hlaut einn af styrkjum ársins til öndvegisverkefna; þriggja ára styrkur í verkefnið Saga laxveiða í Borgarfirði og tók Anna Heiða Baldursdóttir, sérfræðingur við styrknum fyrir hönd safnsins. ... Sjá meiraSjá minna

Í dag lauk á Hallormsstað, Farskóla safnamanna. Á lokadegi hans úthlutaði ráðherra menningarmála styrkjum úr Safnasjóði. Landbúnaðarsafnið hlaut einn af styrkjum ársins til öndvegisverkefna; þriggja ára styrkur í verkefnið Saga laxveiða í Borgarfirði og tók Anna Heiða Baldursdóttir,  sérfræðingur við styrknum fyrir hönd safnsins.

Skrá aths

Til hamingju 🌺🌺🌺

Til hamingju.

Til hamingju með styrkinn

Glæsilegt. Til hamingju.🤩

Til hamingju 👏

View more comments

Hvanneyrarhátíð verður haldin á morgun og nú liggur dagskráin fyrir. Veðurspáin er fín fyrir miðdegið á morgun þannig að vonandi koma sem flestir með sínar vélar á svæðið.
Við hlökkum til að sjá ykkur á morgun 🙂
... Sjá meiraSjá minna

Hvanneyrarhátíð verður haldin á morgun og nú liggur dagskráin fyrir. Veðurspáin er fín fyrir miðdegið á morgun þannig að vonandi koma sem flestir með sínar vélar á svæðið.
Við hlökkum til að sjá ykkur á morgun 🙂

Núna bjóðum við til hátíðar! Endilega komið á Hvanneyri laugardaginn 6. ágúst og njótið þess sem þar verður í boði 🙂 ... Sjá meiraSjá minna

Núna bjóðum við til hátíðar! Endilega komið á Hvanneyri laugardaginn 6. ágúst og njótið þess sem þar verður í boði :)

Í morgun settu starfsmenn Landbúnaðarsafnsins niður þetta nýja skilti og ætti því að vera enn auðveldara að finna safnið og Ullarselið. Endilega komið og kíkið á okkur, opið alla daga frá kl 11-17. Auk þess er kaffihúsið Skemman opin alla daga nema mánudaga. Verið velkomin 🙂 ... Sjá meiraSjá minna

Í morgun settu starfsmenn Landbúnaðarsafnsins niður þetta nýja skilti og ætti því að vera enn auðveldara að finna safnið og Ullarselið.  Endilega komið og kíkið á okkur,  opið alla daga frá kl 11-17. Auk þess er kaffihúsið Skemman opin alla daga nema mánudaga.  Verið velkomin 🙂

Skrá aths

Kemur bara vel út!!

Okkur í Landbúnaðarsafni og Ullarseli vantar nauðsynlega starfsfólk í sumar! Gefandi og skemmtilegt starfsumhverfi. Endilega sækið um eða bendið áhugasömum á þessa auglýsingu! 🙂 ... Sjá meiraSjá minna

Um nokkurt skeið hafa starfsmenn Landbúnaðarsafnsins undirbúið það verkefni að skrá sögu laxveiða í Borgarfirði. Þarna er um mikilvæga auðlinda að ræða sem hefur skipt miklu máli fyrir búsetu og landnýtingu í héraðinu en lítið hefur verið rannsakað enn sem komið er. Nú stendur það til bóta því í aðalúthlutun Safnasjóðs fékk safnið Öndvegisstyrk til þriggja ára til þessa verkefnis. Áður hafði safnið fengið styrk til eins árs úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Það eru mikil viðurkenning fyrir safnið að fá slíka styrki og gerir því kleyft að koma þessu verkefni vel af stað. Það eru því spennandi tímar framundan! 🙂 ... Sjá meiraSjá minna

Um nokkurt skeið hafa starfsmenn Landbúnaðarsafnsins undirbúið það verkefni að skrá sögu laxveiða í Borgarfirði. Þarna er um mikilvæga auðlinda að ræða sem hefur skipt miklu máli fyrir búsetu og landnýtingu í héraðinu en lítið hefur verið rannsakað enn sem komið er. Nú stendur það til bóta því í aðalúthlutun Safnasjóðs fékk safnið Öndvegisstyrk til þriggja ára til þessa verkefnis. Áður hafði safnið fengið styrk til eins árs úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Það eru mikil viðurkenning fyrir safnið að fá slíka styrki og gerir því kleyft að koma þessu verkefni vel af stað. Það eru því spennandi tímar framundan! :)

Verið velkomin á Mannamót ferðaþjónustunnar í Kórnum í Kópavogi í dag - loksins getum við aftur tekið þátt í svona skemmtilegum viðburði. ... Sjá meiraSjá minna

Verið velkomin á Mannamót ferðaþjónustunnar í Kórnum í Kópavogi í dag  - loksins getum við aftur tekið þátt í svona skemmtilegum viðburði.

Starfsfólk og stjórn Landbúnaðarsafns Íslands sendir gestum og velunnurum safnsins bestu hátíðakveðjur. Megi nýtt ár verða öllum gæfuríkt og gott! ... Sjá meiraSjá minna

Starfsfólk og stjórn Landbúnaðarsafns Íslands sendir gestum og velunnurum safnsins bestu hátíðakveðjur. Megi nýtt ár verða öllum gæfuríkt og gott!

Skrá aths

Gamall barndómsvinur 🥰

Góðar kveðjur!

Í byrjun desember urðu þau ánægjulegu tímamót að Anna Heiða Baldursdóttir hóf störf hjá Landbúnaðarsafninu. Hún er með meistaragráðu í sagnfræði og vinnur auk þess að doktorsverkefni sínu þar sem hún rannsakar efnismenningu í dánarbúsuppskriftum á 19. öld og safnkosti Þjóðminjasafnsins. Anna Heiða mun starfa við rannsóknir á vegum safnsins auk annarra starfa og mun þetta efla mjög starfsemi þess. Hún er boðin velkomin til starfa. ... Sjá meiraSjá minna

Í byrjun desember urðu þau ánægjulegu tímamót að Anna Heiða Baldursdóttir hóf störf hjá Landbúnaðarsafninu. Hún er með meistaragráðu í sagnfræði og vinnur auk þess að doktorsverkefni sínu þar sem hún rannsakar efnismenningu í dánarbúsuppskriftum á 19. öld og safnkosti Þjóðminjasafnsins. Anna Heiða mun starfa við rannsóknir á vegum safnsins auk annarra starfa og mun þetta efla mjög starfsemi þess. Hún er boðin velkomin til starfa.

Skrá aths

Til hamingju Anna Heiða. Þetta liggur í ættum.

Mjög spennandi - til hamingju!

Hsmingjuóskir, þetta eru góðar fréttir og ég er þess fullviss að rannóknir þínar Anna Heiða munu styrkja safnið

Til hamingju með starfið!

Til hamingju !

Þetta voru góðar fréttir. Gangi þér vel Anna Heiða að byggja upp Landbúnaðarsafnið

Góður fengur þar! Óska okkur öllum til hamingju!

Til hamingju!

Glæsilegt ❤

Frábært...

View more comments

Það er oft gaman að vera safnstjóri Landbúnaðarsafnsins en á laugardaginn var það sérlega skemmtilegt. Þá kom hann Kristján Helgi Bjartmarsson með uppgerðan Centaur, sem var árið 1934 keyptur að Jódísarstöðum í Eyjafirði en var seinna notaður á Mælifelli í Skagafirði, þaðan sem hann var gefinn á Þjóðminjasafnið. Fyrir 7 árum var gerður samningur milli Kristjáns og Þjóðminjasafnsins um uppgerð vélarinnar og skyldi hún að verki loknu fara á Landbúnaðarsafnið. Þetta er mikið og glæsilegt verk sem Kristján skilaði af sér og samkvæmt nákvæmri verkdagbók sem hann hélt eru um 2 mannár sem liggja þarna að baki og er það áreiðanlega ekki oftalið. Það er ómetanlegt fyrir söfnin að eiga slíka hagleiksmenn að, sem vinna óeigingjarnt starf til varðveislu tækniminja landsins. Nokkur hópur kom í safnið og samgladdist okkur á þessum degi og er öllum þökkuð koman. Kristjáni eru færðar kærar þakkir fyrir ómetanlega vinnu! ... Sjá meiraSjá minna

Það er oft gaman að vera safnstjóri Landbúnaðarsafnsins en á laugardaginn var það sérlega skemmtilegt. Þá kom hann Kristján Helgi Bjartmarsson með uppgerðan Centaur, sem var árið 1934 keyptur að Jódísarstöðum í Eyjafirði en var seinna notaður á Mælifelli í Skagafirði, þaðan sem hann var gefinn á Þjóðminjasafnið. Fyrir 7 árum var gerður samningur milli Kristjáns og Þjóðminjasafnsins um uppgerð vélarinnar og skyldi hún að verki loknu fara á Landbúnaðarsafnið. Þetta er mikið og glæsilegt verk sem Kristján skilaði af sér og samkvæmt nákvæmri verkdagbók sem hann hélt eru um 2 mannár sem liggja þarna að baki og er það áreiðanlega ekki oftalið. Það er ómetanlegt fyrir söfnin að eiga slíka hagleiksmenn að, sem vinna óeigingjarnt starf til varðveislu tækniminja landsins. Nokkur hópur kom í safnið og samgladdist okkur á þessum degi og er öllum þökkuð koman. Kristjáni eru færðar kærar þakkir fyrir ómetanlega vinnu!Image attachmentImage attachment+5Image attachment

Skrá aths

Bjarni Guðmundssson, Kristján Helgi og Lilja Árnadóttir fluttu ávörp við athöfnina. Hér má sjá tvo þá fyrst nefndu.

Aldeilis ljómandi árangur. Kristján Helgi Bjartmarsson

Geggjað tæki.

Ég er svo óendanlega hreykin yfir þér elsku bróðir ❤️🤩💪

Landbúnaðarsafnið og Ullarselið verða opin föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 11-17 út maí. Opnunardögum fjölgar svo í júní.
Hvernig væri að skella sér í heimsókn að Hvanneyri? 🙂
... Sjá meiraSjá minna

Í gær fékk Landbúnaðarsafnið úthlutað styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til áframhaldandi uppbyggingar Gestastofu fyrir friðland fugla, sem er hluti safnsins. Í þessum hluta verður sjónum beint að náttúrutúlkun og skynjun. Það eru því spennandi verkefni framundan 🙂 ... Sjá meiraSjá minna

Í gær fékk Landbúnaðarsafnið úthlutað styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til áframhaldandi uppbyggingar Gestastofu fyrir friðland fugla, sem er hluti safnsins. Í þessum hluta verður sjónum beint að náttúrutúlkun og skynjun. Það eru því spennandi verkefni framundan :)

Verið velkomin á Mannamót ferðaþjónustunnar í Kórnum í Kópavogi í dag, til kl 17. Landbúnaðarsafn Íslands og Ullarselið eru með sameiginlegan bás þar. ... Sjá meiraSjá minna

Verið velkomin á Mannamót ferðaþjónustunnar í Kórnum í Kópavogi í dag,  til kl 17. Landbúnaðarsafn Íslands og Ullarselið eru með sameiginlegan bás þar.

Landbúnaðarsafn Íslands sendir vinum og velunnurum bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir heimsóknir á liðnu ári. Í starfi síðasta árs voru tveir hápunktar. Annars vegar var það opnun fyrsta áfanga Gestastofu fyrir friðland fugla í Andakíl. Hins vegar var það Hvanneyrardagurinn í byrjun júlí, þar sem því var fagnað, í samstarfi við Ferguson-félagið, að liðin voru 70 ár frá því að fyrsta Ferguson dráttarvélin var flutt til Íslands. Báðir þessir viðburðir voru mjög vel heppnaðir og er öllum þeim sem aðstoðuðu við undirbúning og framkvæmd þakkað fyrir. Á nýju ári verður haldið áfram uppbyggingu Gestastofunnar auk annarra viðburða á vegum safnsins. Við þökkum allar heimsóknir á liðnu ári, og hlökkum til að sjá ykkur sem flest á því nýja. ... Sjá meiraSjá minna

Landbúnaðarsafn Íslands sendir vinum og velunnurum bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir heimsóknir á liðnu ári. Í starfi síðasta árs voru tveir hápunktar. Annars vegar var það opnun fyrsta áfanga Gestastofu fyrir friðland fugla í Andakíl. Hins vegar var það Hvanneyrardagurinn í byrjun júlí, þar sem því var fagnað, í samstarfi við Ferguson-félagið, að liðin voru 70 ár frá því að fyrsta Ferguson dráttarvélin var flutt til Íslands. Báðir þessir viðburðir voru mjög vel heppnaðir og er öllum þeim sem aðstoðuðu við undirbúning og framkvæmd þakkað fyrir. Á nýju ári verður haldið áfram uppbyggingu Gestastofunnar auk annarra viðburða á vegum safnsins. Við þökkum allar heimsóknir á liðnu ári, og hlökkum til að sjá ykkur sem flest á því nýja.Image attachment

Verið velkomin að Hvanneyri í dag! ... Sjá meiraSjá minna

Verið velkomin að Hvanneyri í dag!
5 ár síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

... Sjá meiraSjá minna

5 ár síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

... Sjá meiraSjá minna

Það er vel við hæfi að þegar við fögnum 70 ára afmæli Ferguson á Íslandi skuli nýr Ferguson vera frumsýndur á Hvanneyrarhátíðinni í dag. Verið velkomin í sólskin og blíðu á Hvannneyri. ... Sjá meiraSjá minna

Það er vel við hæfi að þegar við fögnum 70 ára afmæli Ferguson á Íslandi skuli nýr Ferguson vera frumsýndur á Hvanneyrarhátíðinni í dag. Verið velkomin í sólskin og blíðu á Hvannneyri.Image attachmentImage attachment

Skrá aths

sennilega hafa aldrei fleiri eða fjölbreyttari Ferguson-vélar verið saman komnar á einum stað og á þessari afmælishátíð. Fékk (BG) eina bunu á þeim nýja; hann er sem geimskip í samanburði við þann sem ég ók fyrst - nýjum Grána sumarið 1951, þá átta ára gamall. Þá þorði ég að aka sjálfur, en nú ekki .... Svona leikur ellin mann ... Glæsileg sýning. Kíkið við og njótið hennar sem og veðurblíðu og umhverfis skólastaðarins sem einnig fangar 130 ára afmæli sínu um þessar mundir......

Takk fyrir flottan dag😊

Þessir ætla ekki að missa af Hvanneyrarhátíðinni á laugardaginn þar sem verður meðal annars haldið upp á 70 ára afmæli Ferguson á Íslandi. Mætir þú ekki örugglega líka? ... Sjá meiraSjá minna

Þessir ætla ekki að missa af Hvanneyrarhátíðinni á laugardaginn þar sem verður meðal annars haldið upp á 70 ára afmæli Ferguson á Íslandi. Mætir þú ekki örugglega líka?

Skrá aths

Fallegur floti þarna

flottastir

Laugardaginn 6. júlí næstkomandi verður hin árlega Hvanneyrarhátíð haldin. Í ár verður því fagnað að 70 ár eru síðan fyrstu Ferguson dráttarvélarnar komu til landsins með sýningu Ferguson-félagsins á sem flestum gerðum af Fergusonum, auk þess sem Jötunn vélar ehf munu sýna nýja Fergusona. Því biðlum við til velunnara Landbúnaðarsafnsins - átt þú ekki einhverja góða dráttarvél sem þú vilt sýna á Hvanneyrarhátíð? Endilega hafið samband því það auðveldar skipulag ef við vitum hversu mörgum dráttarvélum við megum eiga von á. Við hvetjum alla til að koma og njóta dagsins með okkur 🙂 ... Sjá meiraSjá minna

Laugardaginn 6. júlí næstkomandi verður hin árlega Hvanneyrarhátíð haldin. Í ár verður því fagnað að 70 ár eru síðan fyrstu Ferguson dráttarvélarnar komu til landsins með sýningu Ferguson-félagsins á sem flestum gerðum af Fergusonum, auk þess sem Jötunn vélar ehf munu sýna nýja Fergusona. Því biðlum við til velunnara Landbúnaðarsafnsins - átt þú ekki einhverja góða dráttarvél sem þú vilt sýna á Hvanneyrarhátíð? Endilega hafið samband því það auðveldar skipulag ef við vitum hversu mörgum dráttarvélum við megum eiga von á. Við hvetjum alla til að koma og njóta dagsins með okkur :)

Skrá aths

Ég mæti með farmall a 1945 árgerð

5 ár síðan
Landbúnaðarsafn Íslands

Sagnamaðurinn og fróðleiksbrunnurinn Haukur Júlíusson fræðir hóp veghefilsstjóra um muni Landbúnaðarsafnsins ... Sjá meiraSjá minna

Sagnamaðurinn og fróðleiksbrunnurinn Haukur Júlíusson fræðir hóp veghefilsstjóra um muni Landbúnaðarsafnsins

Skrá aths

Gætir ekki efa í svip sumra ?

Hlaða niður fleiri færslum