Konur í landbúnaði
Sýningin Konur í landbúnaði opnaði árið 2018 í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands. Hún var unnin í samvinnu við Kvenfélagið 19. júní og hlaut styrk úr Fullveldissjóði Íslands.
Umfjöllunarefni sýningarinnar er um hin margbrotnu hlutverk kvenna í landbúnaði frá 1918 til 2018. Sérstaklega var rýnt í sögu borgfirskra sveitakvenna af öllum aldri sem létu safninu í té bæði frásagnir, viðtöl og myndir sem léðu sýningunni persónulegan blæ. Enda er á annarri hæð tekið á móti gestum í „eldhúsi húsfreyjunnar“ og þaðan liggja leiðir til annarra verksviða kvenna.
Sýningin er opin gestum á opnunartímum safnsins.
Sýningin er opin gestum og gangandi á opnunartímum safnsins gegn aðgangseyri en einnig eftir umsömdu fyrirkomulagi.
Sýningin er opin gestum og gangandi á opnunartímum safnsins gegn aðgangseyri en einnig eftir umsömdu fyrirkomulagi.