
Saga laxveiða
Saga laxveiða í Borgarfirði er rannsóknaverkefni sem hefur verið í gangi síðustu ár á Landbúnaðarsafninu. Þar sem laxveiðar í Borgarfirði eru skoðaðar út frá mörgum þáttum s.s. sögu, menningu, efnahag, náttúru-og líffræði. Verkefnið nær til sveitarfélagsins Borgarbyggðar, þó áherslan sé á þeim veiðiám sem renna í Hvítá/Borgarfjörð. Nánar tiltekið Hvítá, Langá, Gljúfurá, Gufuá, Norðurá, Þverá/Kjarará, Reykjadalsá, Flóká, Grímsá/Tunguá og Andakílsá. Svæðið er því frá uppsveitum Borgarfjarðar og vestur að Haffjarðará.
Rannsóknarverkefnið hefur teygt anga sína víða og hafa samstarfsaðilar verið m.a. HAFRÓ, Erfðalindasetrið, Safnahús Borgarfjarðar og veiðifélög í héraðinu.
Áætlað er að sýningin opni mitt ár 2025 en verkefnið hefur meðal annars fengið öndvegisstyrk frá Safnasjóði Íslands (2022) og styrki frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands (2022, 2023, 2024 og 2025) sem snerta á ákveðnum sviðum þess. Eins hafa veiðifélög Norðurá, Gljúfurá og Hvítá styrkt verkefnið.