Sjálfboðaliðar
..og annað gott fólk
Það fólk sem safnið hefur getað leitað til í gegnum tíðina og ávallt reynst vel.
Bjarni Guðmundsson sem áður var safnstjóri Landbúnaðarsafnsins hefur verið gjafmildur á aðstoð sína eftir að hann lét af störfum árið 2017.
Guðmundur Þorsteinsson fyrrum bóndi á Skálpastöðum hefur reglulega gaukað að safninu fróðleik og gripum í gegnum tíðina.
Jóhannes Ellertsson sem áður sinnti viðhaldi á vélum og smíðum fyrir safnið hefur reynst safninu vel þegar til hans hefur verið leitað.
Þórunn Edda Bjarnadóttir hefur komið að margvíslegum verkefnum fyrir safnið. Þannig var hún til að mynda grafískur hönnuður sýningarinnar Konur í landbúnaði og óþrjótandi þekkingarlind um tæknimál og hönnunaratriði.
Starfsfólk Safnahús Borgarfjarðar hefur átt í góðu samstarfi við safnið í gegnum tíðina með láni á gripum, ljósmyndum og öðru samstarfi sem er ómetanlegt fyrir bæði söfn.
Snorrastofa og Landbúnaðarsafnið eiga í góðu samstarfi og samtali um safnastarf í Borgarbyggð sem hefur reynst vel og eflt báðar stofnanir.