30. nóvember 2016

Hænsnakynbótatækni

Í október sl. barst safninu sending frá velgjörðarfólki. Um er að ræða tvo kassa, afar vandaða að gerð. Kassar þessir voru til þess ætlaðir að flytja egg vegna kynbótastarfs í hænsnarækt.

 

Eggjakassarnir eru úr tré, 14x14 tommur á kant og 16 tommur á hæð (um 36x36x42 cm), með miklum og vönduðum eggjaumbúðum hið innra. Þeir eru frá The Dairy Outfit Co Ltd, Pocock´s Patent. Við athugun á Google sýnist þessi vara vera eftirsótt í dag.

meira...

19. nóvember 2016

Heimildir um torfgryfjur votheys

 Í september sl. óskuðum við eftir heimildum um votheysgryfjur úr torfi, gerð þeirra, notkun og fleira. Var það gert bæði hér á heimasíðu safnsins en einnig með grein í Bændablaðinu.

 

Viðbrögð urðu. Heimildarmenn hafa verið að gefa sig fram allt til síðustu daga, margir með ákaflega merkilegar frásagnir og jafnvel ljósmyndir, en þær hélt heimsíðungur að væri torfengið efni.

meira...

4. nóvember 2016

Lausa-mjaltavél komin í safnið

Mjaltavélar voru fyrst teknar í notkun hérlendis árið 1927, þá hjá Jóhannesi Reykdal að Setbergi við Hafnarfjörð. Síðan tóku þær að breiðast út, hægt þó í fyrstu. Gerð þeirra ver lengi hin sama: Sogkerfi leitt um fjósið frá miðlægt settum mótor en mjaltatækin borin á milli bása ...

 

Laust fyrir miðja öldina bárust hins vegar til Íslands mjaltavélar sem Árni G. Eylands nefndi lausavélar; þá var sogdæla knúin litlum bensínmótor og mjaltafötu með sogskipti komið fyrir á hjólavagni svo búnaðinum öllum mátti aka um fjósið á milli kúnna - og þess vegna mátti fara með allan búnaðinn út á stöðul eða kvíaból.  Óneitanlega hagræði !

meira...