15. september 2017

Athyglisverð dengingarvél

Óskar heitir maður ágætur, Alfreðsson, býr að Geirólfsstöðum í Skriðdal við mikið safn fornvéla og annarra gamalla muna. Einnig mjög fjölkunnandi um slíka gripi - tekur raunar flestum fram í þeim efnum.

 

Nýlega gekk undirritaður um hús Óskars og naut leiðsagnar hans og fróðleiks - auk þess sem við skiptumst á sögum sem gamlir skólabræður frá Hvanneyri og Akureyri.

meira...

12. ágúst 2017

Steyputunna á ramböldum

Í dag, 12. ágúst 2017, færði Ingimundur Benediktsson frá Staðarbakka í Miðfirði safninu að gjöf steyputunnu á bretti eins og þær sem í flestum sveitum voru brúkaðar á öndverðri steypuöldinni þar.

 

Tunnan er af heimaslóðum Ingimundar. Hún þarfnast minni háttar viðgerðar en henni fylgir viðeigandi búnaður, meira að segja lykkjur til þess að nota hana við moksturstæki dráttarvélar eins og síðar var gert.

 

Ingimundur smíðaði af hagleik sínum brettið undir tunnuna í þeim stíl sem algengur var.

meira...

12. júlí 2017

Stórmerk gjöf Ferguson-félagsins

Með formlegri athöfn á Hvanneyrarhátíðinni sl. laugardag, 7. júlí, afhentu fulltrúar Ferguson-félagsins Landbúnaðarsafni stórmerka gjöf:

 

Það er afturhluti af Ferguson TE-A20 (1951) sem skorinn hefur verið upp þannig og glerjaður að sjá má til vökvalyftunnar og stýribúnaðar hans.  

 

Þannig má fræðast um merkilega uppfinningu Harry Ferguson og manna hans framanvert á síðustu öld - uppfinningu sem breytti dráttarvélum svo um munaði ... Líklega mesta framför sem varð í smíði þeirra á öldinni.

meira...