22. september 2016

Fornvéla"markaður" Búvélasafns

 

Um þessar mundir er verið að tæma geymslu sem Búvélasafnið gamla hafði fyrir gripi sem það safnaði og að því söfnuðust, þar sem eigandi hennar (LbhÍ) hefur ráðstafað henni til annarra nota. 

 

Búið er að fara yfir þennan söfnuð og taka til framtíðargeymslu þá gripi sem Landbúnaðarsafn tekur til skráningar og varðveislu og ræður við að varðveita.

meira...

5. september 2016

Beðasléttur enn ... Nú á Eiðum

Heimsíðungur átti leið um Eiðastað fyrir nokkru síðan. Þar stóð búnaðarskóli á sinni tíð, eins og mörgum mun kunnugt, stofnaður árið 1883 en lagður af eftir liðlega þriggja áratuga starf.

 

Augljóslega má enn sjá minjar um búfræði-iðkun þar á staðnum. Þegar ekið er heim á staðinn blasa við austan þjóðvegarins allmörg og regluleg beð, að meðaltali um 7,0 m breið og með svo sem 0,8 m breiðum rásum á milli.

 

Á nýlega slegnu túninu um daginn blöstu þau við, enn býsna glögg, þótt ár eftir ár sé búið að fara yfir þau með sláttuvél. Þau sjást mjög vel á Google Earth og þar má telja þau a.m.k. tuttugu.

 

meira...

30. ágúst 2016

Jarðgryfjur votheys - hlaðnar torfgryfjur

Votheysgerð var fyrst kynnt Íslendingum  um 1875. Skömmu síðar var fyrsta votheyið verkað hérlendis svo vitað sé, raunar kallað súrhey á þeim árum. Frumkunnáttan barst líklega frá Noregi.

 

Það var Sveinn Sveinsson búfræðingur er síðar varð fyrsti skólastjóri Hvanneyrarskóla sem kynnst hafði verkuninni í búnaðarnámi sínu á Steini á Hörðalandi og lýsti henni í grein í tímaritinu Andvara.

meira...