30. apríl 2017

Heygríma

Heimsíðungur er að sanka saman efni í bók og vantar endilega mynd af manni með heygrímu (rykgrímu) eða hreinlega gamla og helst heila heygrímu.

 

Ryk í þurrheyi var algengt áður fyrr; til komið vegna ófullkominnar verkunar.  Rykið var heilsuspillandi og margir liðu mikla nauð af því, m.a. með heymæði (heyveiki). Bót þótti af því að nota heygrímu við gjafir og aðra vinnu í þurrheyi þótt mörgum þætti hún óþægileg fyrir nösum.

meira...

8. apríl 2017

Mjaltafata Breiðfjörðs

Á fimmta áratugnum auglýsti Blikksmiðja Breiðfjörðs í Reykjavík mjaltafötur með hálfloki sem all víða sáust; um skeið var föst auglýsing um þær í Búnaðarblaðinu Frey.

 

Nú vantar okkur eina slíka fötu, svona til þess að minna á þennan tíma og þátt Breiðfjörðs.

 

Ef einhver lesenda er aflögufær um eina heila og snotra fötu værum við afskaplega þakklát fyrir hana.

meira...

10. mars 2017

Fyrsta IHC-belta-ræktunarvélin

Á stríðsárunum síðari hófust miklar breytingar á túnrækt hérlendis, m.a. vegna tilkomu beltavéla með ýtitönn, eins og jarðýtur voru fyrst nefndar. Caterpillar-vélar höfðu komið á fjórða áratugnum, en nú komu IHC-vélar einnig til sögu, falboðnar af SÍS. Um það má lesa í bókinni Alltaf er Farmall fremstur.

 

Fyrsta IHC-beltavélin  kom í Grafninginn. Hann Ársæll Hannesson á Stóra-Hálsi þar í sveit hringi í skrifarann á dögunum og sagði undan og ofan af sögu þessarar vélar, sem hann gjörþekkir.

 

Söguna skráði skrifarinn, en hér skal aðeins drepið á fáein atriði hennar:

meira...